Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Page 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Page 33
Ein afleiðing af útbreiðslu nýklassísks efnahagsiífs er hin fremur óijósu átök á milli frjáls framtaks og fyrirtækjahags- muna. í fortíðinni var inntak kapítalisma í frjálsum markaði og einkaframtaki. í dag er því ekki nauðsynlega þannig farið. Nýklassískt efnahagslíf er að þróast í yfir- vald, þar sem meginháttar stórfyrirtæki eru smám saman að ryðja úr vegi minni fyrirtækjum og einstökum framtaks- mönnum, en sem er afskiptalaust varð- andi félagslegar aðstæður þess verkafólks, sem selur vinnu sína á markaði. Nýklass- ísku efnahagskerfi er til „geðs“ þegar vinnuaíl er meira en sem nemur þörf, einfaldlega vegna þess að atvinnuleysi þrýstir niðu launum og eykur hagnað. Skömmu eftir að vesædómi sovjéska kerfisins lauk gat maður haldið að frjálst framtak hafi farið með sigur. Nú er fólk ekki alveg eins sannfært. Eins og átti við forðum um sovjésk einokunarfyrirtæki, eru nú risafyrirtæki „kapítalismans“ rek- in al' peningaskriffinnum, sem hal'a til stuðnings hugntyndalræðinga, sem virð- ast líta á smáframtak og fjölskyldufyrir- tæki sem leiðindi, sent eru auk þess til ó- þurftar fyrir hugmyndir þeirra í heimi, sem er rekinn á „hagkvæman" hátt. Innrás í fiskveiðar fnnrás nýfrjálshyggjunnar í fiskveiðar hefur verið í rökrænu framhaldi af ítök- um hennar í efnahagslífi einstakra þjóða og yfirþjóðlegum hagsmunasamsteypum. Eins og á við margar innrásir í sögunni, voru þær að hluta tilkallaðar af fulltrúum stórra hagsmunaaðila innan sjávarútvegs- ins eða staðgenglum þeirra innan opin- berrar stjórnsýslu, sem veitti þeim vin- samlegar móttökur. Þegar innrásirnar eru yfirstaðnar virðast þær vera komnar til frantbúðar, sérstaklega í þeim löndutn þar sem stjórnarandstaða er veik af ýms- um ástæðum. Það sent kom með hugmyndafræðina inn i sjávarútveg þessara landa er yfirlýst tilkall hennar um að einkavæðing sé hag- kvæmust rekstrarforma, ef ekki eina að- ferðin til að stjórna auðlindum. Þetta á við um, jafnvel þótt auðlindin sé í þjóð- areigu, vatn, skóga og ef því er þannig háttað, fiskinn í sjónum. í kjölfar heimsstyrjaldarinnar seinni, þegar stigvaxandi urnsvif sjávarútvegs „kölluðu á“ veiðistjórnun í beinu fram- haldi af því sem hún byggðist á frá upp- hafi, kom til sögunnar sóknarstýring. Hún gerir ráð fyrir veiðistjórnun með takmörkun á aðgangi, veiðitimabilum eða svæðum, sem og öðrum ráðstöfunum, sem ætlað er að fylgja eða lúta lílfræðileg- um eiginleikum þeirrar fisktegundar, sent um er að ræða hverju sinni. í sumum löndunt virkar þessi aðferð enn nægilega vel; í öðrum löndum er hún talin, með réttu eða röngu, ófullnægjandi. Líkön fyr- ir fjölárgangasamhengi einstakra fisk- stofna hafa verið notuð til að ákvarða lífmassa og í beinu framhaldi þessa, leyfð- an hámarksafia. í sumum tilvikum leiddi þetta til mjög öflugs búnaðar og „gullæð- is“ í fiskveiðum og fjárfestingum í of af- kastamiklum og hraðskreiðum skipum. Næsta skrefið byggðist á því að úthluta heildaraflamarki til einstakra skipa með útdeilingu afla, sem var yfirleitt í sant- ræmi við veiðireynslu. Þetta var augna- blikið þegar postular nýfrjálshyggjunnar komu lil sögunnar með nýtt fyrirbæri, „framseljanlegur aflakvóti", ITQ. Eignarréttur Postularnir innleiddu þá grundvallar- kenningu, að eignarréttur sé algjör for- senda fyrir sjávarútveg til hámörkunar á- góða; hagkvæmnin er síðan útlistuð með hagfræðihugtökum um hagkvæmni og arðsemi. Þar sem eignarréttur einkennist af, (i) öryggi eða gæðum réttarins, (ii) einkaréttindum, (iii) varanleika og (iv) framsalsréttindum; leiðir eignarformið viðstöðulaust til framseljanlegs aflamarks eða kvóta milli einstaklinga ÍTQ. Þannig hefur einfaldur veiðiréttur orðið að einkaeignarréttindum. Viðskipti með kvótaréttindi leiða annars vegar óhjá- kvæmilega til veikrar stöðu minni hand- hafa með það litla kvóta, að þeir nægja þeim ekki til að ná sér út úr taprekstri annars vegar; svo og hins vegar með það háu verði á kvótum, að það yfirgnæfir eign í fiskiskipi og veiðarfærum þess og þarmeð eiganda þess. Veiðileyfi eða kvóti, sem fer burt úr byggðarlagi, er far- inn endanlega ásamt atvinnu, þjónustu og tekjum. Ef ekki væri til að dreifa fé- lagslegum mótjtróa gegn því að fara burt, hefði jtróun yfir i kvóta gengið enn hrað- ar fyrir sig. Samþjöppun Þar sent markaðsviðskipti með kvóta eru þeini í hag, sem eru fjárhagslega sterkastir, leiða þau ófrávíkjanlega til þess að kvótar færast stnám sarnan frá minni útgerðum og fjölskyldufyrirtækj- um yfir til hinna fáu, sem eru annað hvort sérhæfð sjávarútvegsfyrirtæki eða stór eignarhaldsfélög, með síflelldri sam- þjöppun; fyrir eignarhaldsfélögin er sjáv- arútvegur kannski aðeins ein rekstrar- grein af mörgum. Þvílík samþjöppun verður að lokum þrátt fyrir tilraunir lög- gjafans lil að stuðla að því, að kvótinn í viðskiptum verði seldur á hámarksverði. Af þessum orsökum eru vaxandi áhyggj- ur af því að „dulin einkavæðing“ eigi sér stað. Það er ótrúlegt að þau stjórnvöld, sem innleiða þvílíkt fyrirkomulag fyrir minniháttar útgerðir, skuli ekki gera sér grein fyrir félagslegum, fjárhagslegum og pólitískum afleiðingum þessa, sem eru til hagsbóta fyrir stórfyrirtæki á kostnað staðbundinna fyrirtækja og smárra fisk- vinnslufyrirtækja og eru ógnun fyrir smábyggðarlög. Kvótinn hefur þá til- hneigingu að rýra kosti smáhandverks við sjávarsíðuna og útiloka í raun veiðar sjómanna í hlutastarfi; hann tekur þannig hagsmuni eigenda skipa og rétt- inda framyfir rétt áhafna. Þaraf leiðir að val á ITQ fyrir slík fyrirtæki hlýtur að endurspegla pólitíska og félagslega af- stöðu viðkomandi stjórnvalda. Græn og frjáls félagasamtök hafa sum- hver nauðug viljug stuðlað að slíkri einkavæðingu. Þótt sum þeirra, t.d. Grænfriðungar, hafi tekið þátt i andófi gegn ITQ, eru önnur, sem hafa með ýkj- um og blekkingum um ástand fiskimiða i fjölmiðlum, útmálað þátt sjómanna sent sökudólga og hafa þannig kynt undir elda nýfrjálshyggunnar. Trúboðar ÍTQ hafa haldið því fram, að einkavæðing á kvótum muni viðhalda fiskstofnum í sjálfbæru ástandi. Aðalrök þeirra voru þessi: Ef lysthaf- Taka þarf duglega á móti alþjóðavœðingunni í sjávarútvegi. Sjómannablaðið Víkingur - 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.