Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Qupperneq 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Qupperneq 34
endum er gert kleift að fjárfesta í varan- legum hlutföllum af leyfðum hámarks- afla, má fastlega gera ráð fyrir að þeir muni svo sannarlega sjá til þess að við- komandi fiskstofn verði tryggður í há- marksafrakstri; þeir þyrftu sko hreint ekki þurfa að taka þátt í „gullæðiskapp- hlaupi“ varðandi búnað og sókn; þeir myndu leitast við að viðhalda fiskstofn- um til allrar frambúðar í sínu besta sjálf- bæra ástandi. Hinsvegar er ITQ furðuleg- ur eignarréttur: það er borgað, stundum mjög háu verði fyrir að fá að veiða tiltek- ið magn af fiski, án þess að hafa nokkra vissu fyrir því að svo verði eða hversu hár útgerðarkostnaður verði. Menn geta ekki stjórnað ástandi auðlindarinnar og vita ekki hvort þeim verður unnt, með því að fara eftir reglum og halda sig við sinn kvóta, að komast hjá því að verða fórnardýr annarra. Þar af leiðir að rekst- ur, hugsanlega vel ætlaður, kvótaeigenda á auðlindinni geti orðið örvæntingarfull- ur vegna fiskúrvals og brottkasts annarra eða kvótasvindls. Á meðan ITQ hugsan- lega gæti dregið úr veiðum í gullæðisstíl, og að framlag þeirra til verndar auðlind- anna kunni að hafa heppnast í einhverj- um tilvikum, þá hefur það aðeins reynst vera í tveimur eða svo. Á sama tíma hef- ur verið skýrt frá miklum misbresti ann- ars staðar. Smátt er býsna fallegt Kvótakerfið væri félagslega og þjóð- hagslega verjanlegt í þeim tilvikum, sem auðlindir eru ekki aðgengilegar litlum og meðalstórum útgerðum í smábyggðarlög- um; það á einnig við um auðlindir á fjar- lægum miðum sem eru ekki nýtanlegar nema af stærri fyrirtækjum sem ráða yfir öllum aðdráttum til fjarlægs flota. En á þeim stóðum, þar sem stór hópur smáút- gerða hefur stundað hefðbundna nýtingu á nálægum grunnslóðum, er markaðs- kvóti talinn bæði félagslega og með hag- kvæmisrökum röng aðferð. Þær nýting- araðferðir, sem eru oft taldar hagkvæm- astar á hinum almenna kvarða gjald- miðla, eru oftast þær sem valda mestum hliðarverkunum og umhverfisspillingu; þær nýtingaraðferðir, sem styðjast við ó- dýran og ekki háþróaðan búnað, eru einmitt þær veiðar sem geta veitt mun fleirum aðgang og oft sanngjarnari hlut- deild í rentu af auðlindunum; þær hafa minni neikvæð áhrif á umhverfið og fé- lagsgrundvöll byggðarlaga. í löndum þriðja heimsins t.d. búa strandveiðar við margar ógnanir; þær mestu stafa frá innrás erlendra stórút- gerða á heimamið sjómanna og ásókn í fiskstofna þá, sem þeir hafa nýtt með smáfleytum; oft eru stórútgerðir með rík- isstuðning og augum er lokað fyrir þessu, oft vegna mútugreiðslna. En á slíkum svæðum er stórútgerð á flesta kvarða óhagkvæmari en smábátaútgerð. Slikar útgerðir þarfnast mörgum sinnum meira eldsneytis en smáskipaútgerðir á hvert tonn af markaðshæfum fiski; fjár- festingar í veiðarfærum og skipum er þá miklu meiri og útgerðirnar framleiða miklu minni sannan þjóðarábata. Tiltek- inn fiskistofn, sem getur verið nýttur með hagnaði af 100 togurum með sam- tals 1000 manns í áhöfnum, getur brauð- fætt hundruð eða þúsundir manna, ef stofninum er eingöngu úthlutað til strandveiðimanna. Þá þarf ekki að velta vöngum yfir því nákvæmlega hver út- reiknaður hagnaður þeirra kynni að vera. Á mörgum svæðum eru útgerðir smá- skipa og frístundaveiðar undirstaða strandbyggða sem eiga allt sitt undir fisk- veiðum. Þær mynda tekjur fyrir seljend- ur létts útbúnaðar og beitu, matvæla og eldsneytis, fyrir dráttarbrautir og smá- bátahafnir svo og fjölbreytilega tækni- þjónustu og ferðamennsku. Dulinn tilgangur Enginn vafi leikur á því að ákvarðanir í veiðistjórnun byggist á ríkjandi stefnu og markmiðum. Mismunandi stjórnvöld, og valdaaðilar sem hafa áhrif á þau, geta haft mismunandi tilgang, sem getur verið uppi á borðum eða eru undir þeim. Þaraf leiðir er á heimsvísu enginn samhljómur um markmið fiskveiðistjórnunar. Sum stjórnvöld kunna að trúa því að velferð þeirra byggðarlaga, sem byggjast aðallega á fiskveiðum og vinnslu, séu mikilvægur þáttur fyrir þjóðarhagsmuni. „Varðveisla og velferð" þýðir að skapa verður og við- halda aðstæðum, sem gera sjávarútvegi kleift að ná viðeigandi ávöxtun fyrir fjár- festingar og nægilegum tekjum fyrir vinnuafl. Það getur líka þýtt, að við al- veg sérstakar aðstæður, verði ríkisvald að skerast í leikinn til að aðstoða byggðar- lög í tímabundnum vandræðum á sama hátt og brugðist er við þurrkum í land- búnaði eða vegna jarðskjálfta, sem orðið hefur í iðnaðarsamfélagi. Eru það ekki einmitt verkefni stjórnvalda?; - Inn- heimta skatta, veita þjónustu og hjálpa því fólki, sem er komið í vandræði? Ríkisstyrkir En sum stjórnvöld eru, sem og ýmsar hnattrænar eða yfirþjóðlegar fjármála- stofnanir, haldin þessari nýklassísku hug- myndafræði, alveg sérstaklega þegar í hlut eiga viðskipti við lönd þriðja heimsins. Því verður þó ekki neitað, að sumar krafna varðandi viðskipti og aðstoð eiga rætur sínar að rekja til festu til að vernda fjárfestingar fyrir misferli, spillingu og ó- stjórn. En of oft eru aðferðir þeirra, undir hræsnisfullu yfirskini um að tryggja frjáls viðskipti, aðeins tæki til að tryggja eigin verndarstefnu. Og þá víkur sögunni að ríkisstyrkjum í sjávarútvegi. Bandaríkin og Evrópubandalagið, ásamt nokkrum öðrum iðnvæddum löndum, komust að þeirri mjög svo viðeigandi niðurstöðu, með tilliti til þeirra eigin offjárfestinga í sjávarútvegi, að hætta öllum ríkisstyrkjum til byggingar fiskiskipa. En þau vilja sarnt sem áður að nýja stefnan verði „hnattræn“ til að ná til þróunarlanda. Mörg þróunarlönd hafa sjálf í áraraðir átt of stóra veiðiflota og þau eiga ekki að niðurgreiða offjárfestingar. Samt sem áður ættu allar alþjóðasamþykktir um styrki til sjávarútvegs að taka lillit til sjó- manna á minni fleytum; þeir verða að keppa um nýtingu fiskstofna á grunn- slóðum í nágrenninu við flota stórút- gerða, sem hafa heimildir til að veiða á hefðbundnum miðum þeirra eða stunda jafnvel veiðiþjófnað. Almenna reglan er að slíkir flotar séu niðurgreiddir, hvort sem um er að ræða beint og opið, eða eftir krókaleiðum eins og ESB stundar með styrkjum til aðgangs að veiðum í löndum þriðja heimsins. Þær smáút- gerðir sem stunda veiðar víð slíkar að- stæður verðskulda stuðning bæði frá eig- in stjórnvöldum og alþjóðasamfélaginu. Væri til of mikils ætlast af WTO, ESB og einstökum ríkisstjórnum þeirra landa, sem eiga veiðiflota, sem stundar veiðar bæði á eigin og á annarra miðum, að gefa eigin smáútgerðum möguleika á sam- keppni eða bara til að geta barist? Fiskimenn í lítlum eða meðalstórum stfl, bæði eigendur báta og áhafnir þeirra, sem vilja ekki láta hrekja sig burt frá hefðbundnum veiðum sínum með tilstilli stjórnvaldskerfa fiskveiða með framsals- fyrirkomulagi, ættu að viðurkenna að að- alandstæðingar þeirra eru hinir nýklass- ísku talsmenn frjálshyggjunnar í fjár- málamiðstöðvum eigin þjóðar, yfirþjóð- legum stofnunum eða stórfyrirtækjum, sem og staðgenglar þeirra innan stjórn- kerfis yfirvalda. Það er mjög erfitt að standast snúning slíkum ofurhagsmun- um í lýðræðislöndum án þess að standa saman. í þeim tilgangi ættu sjómanna- samtök í einstökum byggðarlögum eða á landsvísu að sameinast undir einni og sömu „regnhlífinni“. Einnig ættu al- þjóðasamtök sjómanna að mynda sam- eiginlega regnhlíf, sem þó þarf ekki að hafa áhrif á þeirra eigin félög og einkenni þeirra; þau ættu þannig að geta tekið duglega á móti alþjóðavæðingunni í sjáv- arútvegi, bæði með þunga og krafti. Pýðingu annaðist Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur (Menakhem Ben-Yami er að mestu sjálfmenntaður vistfræðingur og sjómaður og er sjálfstæður ráðgjafi um þróun og stjórnun í sjávarútvegi, enda hefur hann mjög mikla reynslu að baki. Hann hefur stundað sjó víða um lönd og tekið þátt í ýmsum rannsóknum varðandi mæl- ingar í sjó víða og með mismunandi veiðarfæri, bæði í sjó og vötnum. Hann hefur starfað á vegum FAO í Rómar- borg og veitt ýmsum alþjóðastofnunum ráðgjöf. Hann hefur verið sæmdur heiðursdoktorstitli fyrir störf sín. Hann hefur auk þessa skrifað mikið, bæði ritgerðir í al- þjóðleg tímarit og vísindaritgerðir í tengslum við starf sitt. Hann býr nú og starfar í Kiryat Tiv’on, ISRAEL) 34 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.