Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Page 19
Stofnmœling úthafsrœkju Aukin meðalstærð Fyrir skömmu lauk árlegri stofnmæl- ingu Hafrannsóknastofnunarinnar á út- hafsrækju á rannsóknarskipinu Dröfn fyrir norðan og austan land. Helstu nið- urstöður eru eftirfarandi: Vísitala stofnstærðar samkvæmt fyrstu útreikningum er um 20% lægri í ár mið- að við árið 2002 ef litið er á svæðið í heild, en um 6 % hærri en árið 1999 sem var lakasta árið á níunda áratugnum. Vísitala lækkaði á flestum miðunum fyrir norðan og austan land, en hækkaði nokkuð við Grímsey, við Sléttugrunn og í Héraðsdjúpi miðað við árið 2002. Þorskur var rnjög víða og fékkst jafn- mikið af þorski nú og árið 1997 þegar þorskgengd var sem mest á tíunda ára- tugnum. En í kjölfar þess minnkaði rækjustofninn til muna. í fyrsta sinn varð einnig vart við verulegt magn af kolmunna. Miðað við stofnmælinguna árið 2002 hefur meðalstærð rækju stækkað á öllum svæðum norðan og austan lands nema við Kolbeinsey og í Eyjafjarðarál. Smæst Viður- kenning til skipa Siglingastofnun íslands veitir árlega á hátíðisdegi sjómanna sérstaka við- urkenningu til eigenda og áhafna skipa fyrir framkvæmd á öryggisregl- um og góða umhirðu skips. Viður- kenningin á að vera hvatning fyrir á- höfn og eigendur skipa að halda vöku sinni gagnvart umgengni og ör- yggisbúnaði. Áhöfn og eigendur Freyju RE 38, Friðriks Bergmanns SH 240, Fram- ness ÍS 708,, Árbaks EA 5, Ásgríms Halldórssonar SF 250 og Þorsteins Gíslasonar GK 2, hlutu þessa viður- kenningu síðasta sjómannadag. var rækjan við Sléttugrunn 356 stk/kg. Nýliðun var yfir meðaltali á öllum svæð- um nema í Bakkaflóadjúpi og í Héraðs- djúpi og svipuð og árið 2002. Af þorski fékkst nú fimm sinnum meira en í stofn- mælingu rækju árið 2002. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að upphafsafli úthafsrækju verði 20 þús. tonn fyrir næsta fiskveiðiár. Enn á eftir að vinna úr ýmsum gögnum sem safnað hefur verið í stofnmælingu úthafsrækju. Einnig verður farið yfir öll gögn sem safnað er um úthafsrækju, svo sem afla á togtíma frá rækjuskipum ásamt upplýs- ingum um göngur þorsks og þau lögð til grundvallar endanlegum tillögum um há- marksafla úthafsrækju fyrir fiskveiðiárið 2003/2004. Verkefnistjóri er Unnur Skúladóttir. Auk Unnar voru aðrir leiðangursstjórar þeir Guðmundur Skúli Bragason og Sól- mundur Tr. Einarsson. Skipstjórar á r/s Dröfn eru Ragnar G. D. Hermannsson og Guðmundur Kr. Þórðarson. erra Stjórn Félags íslenskra skipstjórnarmanna átti fund með Geir Haarde, fjármála- ráðherra, 1. september. Var óskað eftir fundinum í framhaldi af fundi sem stjórnin átti með Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, fyrir nokkrum mánuðum um samkeppnisstöðu kaupskipaútgerðar á Islandi. Á fundinum gerði stjórnin ráðherra grein fyrir þróun kaupskipaútgerðar á ís- landi og hvernig hún lili framtíð greinarinnar. Einnig var farið yfir þær ráðstafanir á sviði skaltamála sem stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum og t öðrum Evrópu- ríkjum hafa gripið til þess að standast samkeppnina á alþjóðlegum sjóflutninga- markaði. Þar sem fundurinn var til þess að kynna ráðherra afstöðu félagsins til skaltalegr- ar hliðar málsins lýsti hann sig reiðubúinn til að fela ráðuneytinu að taka þátt í þeirri vinnu sem þurfi að fara fram til að finna leiðir til að bæta samkcppnisstöðu kaupskipaútgerðarinnar á alþjóðamarkaði. Ákváðu stjórnarmenn í framhaldi af því að ræða frekari skrcf í málinu við Samband íslenskra kaupskipaútgerða, sam- gönguráðherra og samgöngunefnd Alþingis nú á haustdögum. Ryðfríir stálbarkar Barhasuða Guðmundar ehf. Vesturvör 27 • 200 Kópavogur Simi: 564 3338 • Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 • 898 2773 Kt. 621297 2529 fyrir Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir Viðgerðir og smíði á þenslumúffum Sjómannablaðið Víkingur - 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.