Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 46
Holmes og Watson Félagarnir Sherlock Holmes og dr. Watson fóru í tjaldútilegu. Eftir að hafa borðað góðan kvöldverð fyrir utan tjaldið í blíð- viðrinu og drukkið með ffösku af góðu rauðvíni skriðu þeir inn í tjaldið og sofnuðu. Um miðja nótt hnippti Sherlock Holmes og Watson, vakti hann og spurði: - Hvað sérðu ef þú lítur upp? Watson starði upp fyrir sig og fór að lýsa fegurð stjarnanna, nefndi heitið á sumum þeirra og lauk ræðu sinni með þeim orð- um allt útlit væri fyrir gott veður daginn eftir. Sherlock Holmes stundi þungan og hristi höfuðið. Sagði svo gremjulega: - Á ég að trúa því dr. Watson, að þú sjáir ekki að það er búið að stela tjaldinu ofan af okkur? í skólanum - Ef fimm rjúpur flögra um, en veiðimaður skýtur eina hvað eru þá margar eftir?, spurði Sigríður kennslukona. - Það eru fimm því hann hittir enga, svaraði Nonni. - Nei, það eru fjórar eftir, en þetta var falleg hugsun hjá þér, svaraði Sigríður. - Má ég leggja eina spurningu fyrir þig? spurði Nonni. -Já, gerðu svo vel vinur minn. - Þrjár konur sitja saman á bekk og eru að borða is i brauð- formi. Ein þeirra sleikir ísinn að utan. Önnur stingur honum upp í sig og sýgur en sú þriðja bítur í hann. Hver þeirra er gift? - Ætli það sé ekki þessi sem umh...hum... sýgur ísinn, svarar Sigríður eldrjóð og vandræðaleg. - Rangt svar. Það er sú sem er með giftingarhring, en þetta var falleg hugsun hjá þér, segir Nonni sakleysislega. Kyn og tölvur í háskóla einum spurði nemandi kennarann í hvaða kyni tölv- ur væru. í stað þess að svara skipti kennarinn bekknum í tvo hópa, stelpur og stráka og bað hópana að velja hvort tölva væri í Tilkynningaskyldan Sjómenn! • Munið að tilkynna breytingar á símanúmerum til Tilkynningaskyldunar. Munið að tilkynna um brottför. karl- eða kvenkyni. Hvor hópur var beðinn um að rökstyðja álit sitt. Strákahópurinn var sammála um að tölvur væru kvenkyns og gáfu upp eftirfarandi ástæður: - Engin nema skapari þeirra skilur þeirra innri rök. - Málið sem þær nota sín á milli en óskiljanlegt öllum öðrum. -Jafnvel smæstu mistök notanda eru geymd í langtímaminni svo nota megi það síðar. - Um leið og þú tengist einni ertu farinn að eyða helming launanna i aukahluti fyrir hana. Stelpuhópurinn ákvað hins vegar að tölva væri karlkyns af eftirfarandi ástæðum: - Til þess að geta notað þá þarf að kveikja á þeim. - Þeir innihalda mikið af gögnum en geta samt ekki hugsað sjálfstætt. - Þeir eiga að hjálpa við úrlausn verkefna en helming timans eru þeir vandamálið. - Um leið og þú ert búinn að eignast einn rennur upp fyrir þér að hann er orðinn úreltur og betri gerð fáanleg. Verðbreyting Villi níski renndi stóra jeppanum sínum að bensíntanki á dög- unum og sagði við afgreiðslumanninn: - Dældu bara á hann fyrir þúsund kall. Það er varla kaupandi bensín á þessu okurverði sem þið eruð með. Afgreiðslumaðurinn byrjaði að dæla og segir um leið: Þú verður líklega sá síðasti sem ég dæli á fyrir verðbreytinguna. - Verðbreytinguna! æpti Villi. Blessaður fylltu bílinn eins og skot, hvað sem það kostar. Ekki ætla ég að fara að kaupa bensín á enn hærra verði. Afgreiðslumaðurinn fyllti bílinn, skrúfaði tappann á, leit svo á Villa og sagði undirfurðulega: -Hver sagði að bensínið væri að HÆKKA? Fjögur góð ráð fyrir karlmenn 1. Finndu þér konu sem kann að elda góðan mat. 2. Finndu þér konu sem hefur góða vinnu og mikil laun. 3. Finndu þér konu sem hefur mikla löng- un og gott úthald til að elskast vel, oft og lengi. 4. Passaðu svo að þessar konur hittist aldrei. Það verður þín gleði og þinn unaður. Sími Tilkynningaskydu íslenskra skipa er 552 3440 t+l ------------------ SlYSflVfiRNBFÉLflGIÐ ____________________ LflNDSBJÖRG IKEA - Hvað er líkt með mumblum frá IKEA og blondínu? - Strax eftir að heim er komið gliðna fæturnir og maður upp- götvar að það vantar nokkrar skrúfur. 46 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.