Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Síða 23
um meðan þeir voru hér. Þetta var mitt fyrsta viðfangsefni og þá hvarflaði ekki að mér að ætti ég eftir að verja starfsæv- inni hjá LÍÚ. Eftir því sem leið á sinnti ég mikið félagsmálum, en eftir 1960 var ráðning erlendra sjómanna nánast úr sögunni. Ég tók þátt í að endurskipu- leggja félagsaðildina að LÍÚ, sem þá var ýmist með þeim hætti að útvegsmenn voru félagsmenn í útvegsmannafélögum eða beinir félagar. Haustið 1963, eða fyrir 40 árum, stóð ég fyrir stofnun Útvegs- mannafélags Suðurnesja, Snæfellsness, Vestfjarða, Norðurlands og Austfjarða. Þannig hafa þessi landshlutafélög og önnur eldri haldist og í gegnunt þau eiga útvegsmann nú aðild að LÍÚ. Þá hafði ég það verk fyrstu árin að hringja í síldarleitina á hverjum morgni og taka niður tölur frá Siglufirði og Rauf- arhöfn um hvað skipin höfðu veitt sólar- hringinn áður. Útvarpið fékk svo afrit af þessu og útgerðarmenn hringdu í LÍÚ til að fá að vita hvað skipin þeirra höfðu fiskað. Það fór oft mjög í taugarnar á konunni minni að hlusta á mig þylja þessar veiðitölur eldsnemma á morgnana um hvað hvert einstakt síldarskip hafði fiskað sólarhringinn áður. -Svo liggur leið þín áfram upp hjá LÍÚ? Ég var gerður að framkvæmdastjóra 1969. Svo gerist það á byltingardaginn 7. nóvember 1970, að samtökin kusu mig sem formann þegar Sverrir Júlíusson hætti. Mér þótti afskaplega vænt um að eldri menn eins og Sveinn Benediktsson og Loftur Bjarnason sátu áfram í stjórn- inni eftir að ég tók við formennsku. Ég var þá 32 ára gamall. Þess vegna er ég mjög andvígur því þegar menn eru að bera fyrir sig að ekki sé hægt að treysta þessum eða hinum vegna þess hve hann er ungur. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að treysta ungum mönnum og þetta með aldurinn leysist vilaskuld af sjálfu sér. Þótti nóg um skuttogara- væðinguna Kristán segir að umhverfið í sjávarút- vegi hafi verið mjög slærnt árið 1970 þegar hann tók við formennsku samtak- anna. Síðutogararnir höfðu nánast dregist upp í samkeppni við síldarskipin sem voru endurnýjuð á árunum 1960 til 1970. Þá komu rnörg skip sem voru bæði hefðbundnir vertíðarbátar og síldarbátar. Gömlu síðutogararnir stóðust ekki þessa samkeppni og eru margar sögur til urn hvernig gekk að manna þá á þeitn tíma. Síðan er það í upphafi áttunda áratugar- ins að skuttogaravæðingin, sem svo er kölluð, hefst. Við það varð algjör bylting í togaraútgerðinni. Segja má að nýr skut- togari hafi komið í hvert þorp á íslandi, en þeir komu frá Noregi, Japan, Spáni, Frakklandi og Póllandi. Sem ábyrgum „Það er mjög leitt til þess að vita hvemig homið erfyrir útgerðinni fyrir vestan. ..nmirnni—— „Alltof mikið um að verið sé að fœra veiðirétt á milli útgerðar- þátta“ aðila þótti mér nóg um og reiknaði út að þessi mikla fjárfesting gæti vart staðist og fiskimiðin myndu ekki þola þá sókn sem af þessu leiddi. En þarna verður mikil breyting og þá tná ekki gleyma útfærslu landhelginnar í 50 mílur árið 1972 og í 200 rnílur 1976. Margir töldu að með brotthvarfi erlendra skipa af miðunum þyrftum við öll þessi nýju skip til að nýta fiskimiðin. Staðreyndin var hins vegar sú að við gerðum nteira en að fylla í þeirra skarð. Þetta voru rnjög viðburðarrík ár. Löndunarbann var í Bretlandi og við þurftum að fá Bretana til að skilja það að þeir þyrftu að fá fiskinn en við ætluðum að veiða hann. Á þeim tíma áttum við marga fundi bæði með breskri verkalýðs- forystu og þingmönnum. Þeir þingmenn sem skildu þetta mjög fljótt voru John Prescot, sem núna er varaforsætisráð- herra og Austin Mitchel sem var þing- tnaður fyrir Grimsby. Þetta voru vinstri þingmenn úr Verkatnannaflokknum en þeim tókst að sannfæra verkalýðsforyst- Þessi mynd er tekin um það leyti sem Kristján tóh við fonncnnsku LÍÚ. Hann er lengsí til vinstri að rœða við Ásgeir Cuðbjartsson shipstjóra og útgerðarmann á ísafirði, Þórhall Hclga- sonfrá Hraðfrystistöð Reykjavíhur og Gunnar Hafstcinsson útgerðarmann í Reyhjavík. Sjómannablaðið Víkingur - 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.