Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 13
Stofnstærð hrefnu Frá árinu 1987 hefur Hafrannsókna- stofnunin haft forgöngu um víðtækar hvalatalningar í samvinnu við nágranna- þjóðir við Norður Atlantshaf. Upphaf þessara talninga má rekja til rannsókna- átaks stofnunarinnar á árunum 1986- 1989, og hafa til þessa dags verið gerðar fjórar talningar (1987, 1989, 1995 og 2001). Rannsóknir þessar eru líklega viðamestu talningar á spendýrum sem um getur í heiminum. Á islenska taln- ingasvæðinu miðaðist skipulag talning- anna við að fá sem öruggast mat á fjölda hrefnu og langreyðar við landið, fyrir utan talningarnar 1989 sem beindust sér- staklega að sandreyði. Samkvæmt talningum sem fram fóru árið 2001 eru urn 67 þús. hrefnur á Mið- Atlantshafssvæðinu, þar af um 43 þús. á íslenska landgrunninu. Vísindanefnd Al- þjóðahvalveiðiráðsins (IWC) samþykkti þetta stofnmat á fundi sínuin i'yrr á þessu ári. Samkvæmt síðustu úttekt vísinda- nefndar Norður Atlantshafs Sjávarspen- dýraráðsins (NAMMCO) frá 1997 hafa veiðar undanfarna áratugi ekki haft nein teljandi áhrif á stofninn, og er það i sam- ræmi við síðustu úttekt IWC á stofnin- um sem fram fór árið 1990. Hrefna í fjölstofnasamhcngi Talninganiðurstöður sýna óyggjandi að hrefna og aðrir hvalir skipa ríkan sess í vistkerfi hafsins umhverfis ísland. Til að rneta nánar hlutverk hinna ýmsu hvala- tegunda i vistkerfinu er nauðsynlegt að fyrir liggi upplýsingar um fæðusamsetn- ingu. Fekking á því sviði hér við land er hins vegar almennt mjög takmörkuð þótt það sé nokkuð mismunandi eftir tegund- um. Árið 1997 voru birtir útreikningar á afráni þeirra 12 hvalategunda sem finn- ast reglulega hér við land út frá bestu fánlegu upplýsingum um stofnstærðir, fæðusamsetningu, viðverutíma og orku- þörf. Samkvæmt þeim éta hvalir við ís- land rúmlega 6 milljónir tonna af sjávar- fangi árlega, þar af tæplega 3 milljónir tonna af krabbadýrum, rúmlega 1 millj. tonn af smokkfisktegundum og rúmlega 2 millj. tonna af fiskmeti. Hrefnan er atkvæðamesti afræninginn bæði hvað varðar heildarmagn (2 millj. tonna) og fiskát (1 millj. tonn), en þó er sú niðurstaða óvissu háð þar eð lyrir- liggjandi þekking um fæðuval hrefnu hér við land er mjög af skornum skammti. Samkvæmt þessum takmörkuðu gögnum er ljósáta um 35% fæðunnar, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar um 6%. Porskur var meðal fæðutegundanna en ekki var unnt að meta hlutdeild tegundarinnar innan fæðuflokksins þorskfiska en hvert prósent skiptir miklu máli þegar urn er að ræða heildarneyslu upp á tvær millj- ónir tonna. Ef gert er ráð fyrir að þorsk- ur sé 3% af fæðu hrefnu benda útreikn- Sýnataka um borð i Sigurbjörgu. Á myndinni eru Einar Jörundsson dýralceknii; Anna K. Daní- elsdótlir eifðafræðingur og Birgir Stefánsson rannsóknarmaður. Magasýni úr hrcfnu cru síuð ineð sérstökum síunarbúnaði áður en þau eru fiyst til varðveislu þar til greining inagasýnis ferfram í vetui: í þessu dýri virðist síli aðalfœðutegundin. Sjómannablaðið Víkingur - 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.