Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Side 12
Ingvar Þór Jóhannesson úr
Keflavík er ungur sjómaður eða 33
ára gamall og er búin að vera á er-
lendum skipum í 15 ár. Hann hef-
ur svo sannarlega siglt um flest
heimsins höf og er núna staddur í
Argentínu. Þegar blaðamaður náði
tali af honum var hann í borgini
Usihaia en hún er á 55 gráður suð-
ur og 65. gráðu vestur. Á milli
þess sem hann er á sjónum er
hann að gera tilraunir með að
þurka fisk sem hann ætlar að selja
til Brasilíu. Ingvar Þór kláraði sitt
gagnfræðapróf á íslandi og síðan
tók hann ýmis námskeið bæði í
kringum fiskiðnað og tölvur. Ingv-
ar Þór er með SITO „standarda"
frá Nýja Zjálandi en það er svipað
nám og var við Fiskvinnsluskól-
inn hér á íslandi.
Hvenœr byrjaðir þú á sjónum?
Ég byrjaði á sjó með Sigurði Jónsyni úr
Keflavík á gömlum netabát sem heitir
Óðinn. Ég held að það hafi verið 1989
eða 1990
Hvað varð til þess að þúfórst á erlend
skip?
Ég flutti til Nýja Sjálands árið 1991
bara til að prufa eitthvað annað en það
sem maður var að gera heima. Ég byrjaði
fyrst í landi að salta fisk, svo flutti ég til
Vesturstrandar Nýja Sjálands og fór á 30
metra ísfiskveiðiskip. Það var alveg
mokveiði en eftir að ég var búin að vera
þar í 18 mánuði fór fyrirtækið á hausinn
og fór ég þá bara að leita að vinnu. Þá
var hringt í mig og mér boðið pláss á
nýju frystiskipi sem fyrirtækið Sealord
hafði keypt frá Argentinu og hét það
Sjovik og var frá Noregi. I’etta var nýtt
skip og heitir núna Aoraki.
Skipið var mjög stórt eða 67 metrar á
lengd og 18 metrar á breidd. Það var lal-
að um að þetta væri það flottasta skip í
heiminum á þessum tíma þegar það var í
Noregi. Ég vann þar í eitt ár sem háseli
og svo var ég færður upp í að vera báts-
maður þar sem ég var fljótur að læra að
gera við flottrollin og botntrollin. Ég
vann sem bátsmaður þar 112 mánuði. Þá
hafði fyrirtæki sem heitir Sanford keypt
Ingvar Þórjóhannesson.
tvo frystitogara frá S-Kóreu, en þau voru
norsk skip byggð fyrir rússneska flotann
og voru 65 metrar á lengd og 14 metrar
á breidd. Sanford var að bjóða góð laun
fyrir fólk í stöður eins og bátsmenn, há-
seta og verksmiðjustjóra.
Fyrsti stýrimaður sem var á Sjovik,
öðru þessara skipa, bað mig um að koma
með sér yfir til Sanford og þar voru
miklu betri laun í boði en ég var að fá
hjá Sealord. Þessu var ekki hægt að neita
svo við skelltum okkur á þetta. Þetta var
árið 1995. Eftir tvö ár þar meiddist ég
illa á baki og varð að fara að huga að
annari vinnu en skipstjórinn, sem heitir
Egil Smenes, og er frá Noregi, vildi að ég
yrði áfram urn borð og bauð mér að vera
verksmiðjustjóri um borð. Mér leist ekk-
ert of vel á þetta til að byrja með en á-
kvað svo að sjá hvernig gengi. Þetta gekk
allt mjög vel og mér likaði vel við þessa
vinnu oe ég hef unnið við þetta síðan
árið 1997
Veiðum fisk sem heitir Hoki
Hvaða veiðarifœri eru mest notuð og
hvar er veitt?
Við notum aðalega botntroll en notum
svo flottroll á vertíðunum. Við veiðum
fisk sem er kallaður Hoki. Þetta er hvít-
fiskur og er mest framleiddur i fiskblokk.
Á Nýja Sjálandi er aðalega veitt á Austur-
strönd S-eyjar en á vertiðinni er allur
flotinn við V-ströndina og það er alveg
mokað upp fiskinum þar. Sem dæmi má
nefna að á sex vikum erum við að taka
frá 1200-1400 tonn af flökum. í Argent-
inu er þetta aðeins öðruvísi. Þar er fisk-
urinn smærri en það eru ekki mörg skip
hérna og flest skipinn eru gamlir spánsk-
ir togarar. Þegar við erum að veiða Hoki
erum við aðalega að veiða frá 45°-55° en
þegar við erum að veiða tannfiskinn
erum við sunnar.
í hvaða starfi ert þú um borð og hvað
margir í áhöfn?
Ég er verksmiðjustjóri á frystiskipinu
San Arawa II og við gerum út frá borg-
inni Usihaia í Argentinu. Það eru 44
manna áhöfn, 42 frá Argentinu. ég einn
frá íslandi og verksmiðjuvélstjóri frá
Nýja Sjálandi. Við erum að gera túra á
milli 450 til 630 tonn af fiskiblokk
Hvað em langir túrar og hvemig eru
launin?
Við gerum í sjö vikna túra og fáum svo
12 - Sjómannablaðið Víkingur