Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Síða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Síða 64
Tillaga til þingsályktunar Úttekt á skipulagi sj óbj örgunar mála Jóhann Ársælsson er fyrsti flutnings- maður þingsályktunar um að Alþingi ákykti að fela ríkisstjórninni að gera út- tekt á skipulagi sjóbjörgunarmála með það að markmiði að auðvelda og hraða björgunaraðgerðum þegar slys hafa orð- ið. í greinargerð með tillögunni segir: Þingsályktunartillaga þessi var lögð fram á 127. og 128. löggjafarþingi en varð ekki útrædd og er nú lögð fram ó- breytt. Á íslandi er samstaða um að allt skuli gert sem mögulegt er til að tryggja öryggi sjófarenda. Björgunarsveitir og stjórnvöld þurfa þess vegna að vera stöðugt á varð- bergi til að nýta nýjustu tækni og nýja möguleika til að auka öryggi á sjó og flýta björgunaraðgerðum þegar slys hafa orðið. Flutningsmenn telja rétt að stjórn- völd fari vandlega yfir skyldur sínar hvað þessi mál varðar í samráði við aðra sem annast framkvæmd þeirra í því skyni að bæta enn frekar það öryggiskerfi sem fyr- ir er. Minna má á að ýmsar breytingar hafa orðið á skipulagi björgunarmála á undanförnum árum og af þeim ástæðum er nauðsynlegt að stjórnvöld skoði hvort hlutverkum sé þar skipt með skilvirkum og öruggum hætti eða hvorl gera þurfi breytingar á lögum í þvi skyni. Sjóslys geta orðið hvar sem er á mið- unum umhverfis landið og við ströndina en þó hefur reynslan sýnt að sumir staðir við strendur landsins eru mun hættulegri en aðrir. Sem dæmi má nefna Snæfellsnes og Reykjanes. Á sumum þessara staða er afar erfitt að koma við björgun frá landi og um algerar vegleysur að fara. Þó að notkun þyrlna hafi mjög aukið mögu- leika til björgunar úr lofti mun aðstoðar frá landi alltaf verða þörf. Á suma af þessum stöðum mætti gera akfæra slóða sem mundu nýtast björgun- armönnum þegar slys yrðu. Gerð slíkra slóða, glögg merking þeirra og annarra slóða sem nýta má til að nálgast slysstað og við leit með ströndum fram getur flýtt Burðarmiklir bátar frá Knörr Bátastöðin Knörr ehf. á Akranesi framleiðir báta sem falla vel að þörfum sjómanna og henta aðstæðum á íslandsmiðum. Hönnun bátanna byggir á áratuga reynslu í bátasmíði og þjónustu við flotann og samráði við dugmikla og vana sjómenn. Við hönnunina er lögð áhersla á öryggi, burðargetu og mikinn ganghraða, ekki síst undirfarmi. — Knörr 799 Brúttótonn 4,10 brt. Knörr 650 Brúttótonn 2,7 brt. BATASTOÐIN KNORR Smiðjuvöllum • Akranesi • Sími: 431 2367 • Fax: 431 1523 Netfang: knerrir@knerrir.is" Heimasíða: knerrir.is Knörr 1500 Brúttótonn 14,99 brt. Nánari upplýsingar í síma 896 6278 eða á heimasíðunni okkar www.knerrir.is 64 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.