Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Side 24
sem unnum eingöngu á daginn, eins og til dæmis kokkurinn, tókum í spil, vor- um með spurningakeppni og gerðum okkur sitthvað fleira til gamans og dægrastyttingar. Auk þess var þá einnig bókasafn um borð, eins og núna. Og svo sá ég það mér til mikillar ánægju, þegar ég kom á Goðafoss, en á honum lauk ég sjómannsferli mínum, að þar voru menn farnir að tefla í frístundum sínum. Tveir menn settust kannski að tafli strax að lokinni máltíð, en fjórir eða fimm stóðu hjá og horfðu á. Þetta fannst mér ákaf- lega ánægjulegt, og allt annað en þegar menn tíndust hver inn í sitt herbergi þegar búið var að borða og sáust svo ekki fyrr en við næstu máltíð. Skipin hafa stækkað, vistarverur skip- verja eru orðnar miklum mun stærri og vistlegri en áður var. Það er ekki nóg með að bað sé í öllum herbergjum, held- ur er einnig sjónvarp í hverju herbergi og nóg af myndbandsspólum til að horfa á. Allt eru þetta vissulega miklar framfarir, en þeim fylgdu líka verulegir ókostir. Sá galli sem mér fannst verstur, var að nú fóru menn bara inn í herbergið sitt, höll- uðu sér út af og fóru að horfa á sjónvarp- ið. - Eldhúsið var í miðju skipinu, ég var þar einn að snúast, og sá ekki nokkurn mann, nema á máltíðum. Þetta fannst mér ósköp leiðinlegt, og vond breyting frá því sem áður hafði verið, þegar menn hittust og spjölluðu eða spiluðu. Nú er ég að vona að þetta sé að breyt- ast aftur. Nýjabrumið er farið af sjón- varpinu, það er löngu orðinn hversdags- legur viðburður að glápa á það. Þess vegna varð ég svo glaður þegar ég sá að félagar mínir á Goðafossi voru farnir að grípa í tafl, hérna um árið, í stað þess að setjast fyrir framan sjónvarpið. - Þú sagðir eitthvað á þá leið áðan, að kokkurinn ynni eingöngu á daginn. En nú hljóta að vera vaktir allan sólarhring- inn. Ekki hafið þið mátt láta þá svelta sem voru að vinna alla nóttina? - Nei, nei, það svalt ekki neinn! Enda auðvelt að koma í veg fyrir slíkt. Kokk- urinn skilur alltaf eftir brauð og álegg i ísskápnum, og enda margt fleira matar- kyns. Síðan hefur öll skipshöfnin greiðan aðgang að eldhúsinu og búrinu, og þeir sem á næturvakt eru geta gengið sér að mat eins og þeim sýnist. Þar að auki eru alltaf ávextir liggjandi frammi, tiltækir öllum, sem vilja bæta sér í munni. Ég leit svo til, allan þann tíma sem ég var í sigl- ingum, að á þessum skipum væri hótel- fæði. Þetta var hreinasti lúxus. Ég dreg satt að segja mjög í efa, að þau heimili séu mörg, sem myndu treysta sér til þess að bjóða upp á slíkan viðurgerning hversdagslega. - Já, þessu er mjög auðvelt að trúa. En var þá ekki líka eitthvað til á sjó sem kalla mætti tízku eða matarvenjur, - fyr- ir utan þetta sem þú nefndir áðan að hafa alltaf fisk daglega? Og hvað með þá gömlu grýlu, matvendnina. Var hún ekki líka til þarna eins og víðast hvar annars staðar? -Ja, matvendnin, segirðu. Já .... sem betur fer þá hafa nú ekki allir sama smekkinn. Ég skammtaði alltaf sjálfur á diskana hjá mönnum, og ef ég varð þess áskynja að sumir væru ekki alltof hrifnir af því sem frá mér kom, var ég vanur að segja: Þið eruð ekkert að borða þetta fyrir mig, strákar mínir. Þið eigið það við sjálfa ykkur, hvort þið látið það í ykkur eða ekki. Nú, ég var kannski vís að benda þeim á að það væri ekki neitt sérstaklega eftirsóknarvert fyrir þá að verða í laginu eins og ég. Þeir sáu auð- vitað, eins og allir sem þekkja mig, að ég er heldur í þykkara lagi á vöxtinn - og ekki endilega víst að unga menn langaði að verða eins! En svo öllu gamni sé sleppt, þá var það nú svo, að ef einhver maður átti erfitt með að borða einhverja tiltekna matartegund, af einhverjum á- stæðum, þá gat sá hinn sami auðveldlega bætt sér það upp í búrinu, og amaðist enginn við því. Annars þarf ég sannar- lega ekki að kvarta undan samskiptum við félaga mína. Yfirleitt tókst hinn bezti kunningsskapur með mér og þeim, og ég fékk sjaldnast annað en þakklæti fyrir matseld mína. - Þú sagðir áðan „strákar mínir”. Voru alltaf eintómir karlmenn um borð? Var aldrei neinn af hinu fríða kyni til þess að prýða hópinn? - Ég var á Selfossi og Brúarfossi á ár- ununr 1970-1980. Þeir sigldu til Amer- íku. Á hvoru skipi um sig voru þrjár þernur. Ég held að þetta sé þannig núna hjá Eimskip, að ein kona sé kokkur og ein vélstjóri. Það er allt. Ég veit ekki um fleiri. Hins vegar hefur það lengi tíðkazt, að skipverjar tækju eiginkonur sínar með í eina og eina ferð að sumrinu, sjálfum sér og þeim til skemmtunar. Annars hef- ur orðið svo gífurleg breyting á þessum siglingum á síðari árum, að það er varla hægt að nýta þær sem skemmtiferðir. Stanzarnir í höfnum eru orðnir svo stutt- ir. Ef við tökum til dæmis „rútuskipin”, sem sigla á Evrópuhafnir, þá lítur áætl- unin einhvern veginn svona út: Fyrsti viðkomustaður eru Færeyjar, þar er stanzað í svo sem tvo til þrjá klukku- tíma, næst er Rotterdam, stanzað þar í einn sólarhring, síðan er siglt til Þýzka- lands og stanzað i fjóra til fimm tíma, þá taka Norðurlöndin við og stanzarnir þar eru svo sem þrír til fjórir tímar í hverjum stað, en unnið allan sólarhringinn. Sums staðar er ekki einu sinni ráðrúm til þess að skreppa í land. Ferðin tekur tuttugu og fimm til tuttugu og sjö daga á Amer- íku og tólf daga á Evrópu. Lengsti stanzinn er einn sólarhringur eða rúm- lega það. Það er ekki mikið sport í sliku, og a.m.k. betra að menn njóti sín þá á sjálfri siglingunni en séu ekki sjóveikir á meðan skipið er á ferð. Þetta var allt annað í gamla daga, þegar maður stanz- aði kannski í hálfan mánuð vestur í Am- eríku, eins og oft bar við á þeim árum. Það eru gámaskipin sem hafa breytt þessu öllu. - Þá erum við nú víst komnir að þeim þætti, sem er raunar tilefni þess að þú varst beðinn að leggja til efni í þetta ein- tak Sjómannablaðsins Víkings, eins og vikið er að í inngangi þessa greinarkorns. Hvernig vék því við að þú varðst „and- lit” frægrar matreiðslubókar, sem kom út í Hollandi árið 2000? - Upphafið mun vera það, að bókafor- lag eitt í Rotterdam tók sér fyrir hendur að safna mataruppskriftum sjókokka. Þetta var í rauninni ekki svo galin hug- mynd, og gat verið forvitnilegt að kanna, hvort matarvenjur og „matarmenning” til sjós væru í nokkrum meginatriðum öðru vísi en tíðkast á þurru landi. Svo gerðist það bara allt i einu um miðjan dag á mánudegi, þegar við iágunt í höfn í Rott- erdam, að tveir ungir menn -mér sýnd- ist þetta vera strákar- koma um borð og fara að spyrja mig, hvað ég hefði verið með í matinn á sunnudeginum. Nú, ég sagði auðvitað eins og var, að það hefði verið lambalæri, sem er vissulega há- punktur þess, sem íslenzkur matreiðslu- maður getur á borð borið. Það er ekkert kjöt til, sem jafnast á við íslenzka lamba- Draupnisgata 3 ^-^ 603 Akureyri GÚMMÍ BÁTAÞJÓNUSTA ^■NORÐURLANDS SF. Símar: 462 6040 • 898 3366 • Fax: 461 1790 24 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.