Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 28
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, mætti tilfundanna á Grundarfirði og í Hafnarfirði. Hér tekur hann til máls í Hafnarfirði. Helgi Laxdal,
fundarstjóri ogformaður Vélstjórafélags íslands, situr næstur honum. Þá homa Svana Margrét Davíðsdóttir ogjón Bernódusson. Hilmar Snorra-
son, skólameistari Slysavarnaskóla sjómanna, er lengst til vinstri.
Ingimundur Valgeirsson
Málfundir um öryggismál
sjófarenda 2005-2006
Isíðasta tölublaði Víkings var sagt
frá málfundum um öryggismál sjó-
manna (einkum fundinum á Dalvík)
og er haldið áfram með frásögnina í
þessari grein. Fundarritari var Ingi-
mundur Valgeirsson frá Slysavarna-
félaginu Landsbjörgu. Áætlað var að
halda fundi á átta stöðum víða um
landið og þegar þetta er skrifað er
búið að halda fundi á öllum stöðun-
um utan ísafjarðar. Gerðar voru þrjár
tilraunir til að komast til ísafjarðar en
vegna veðurs varð að aflýsa auglýst-
um fundum þar.
Hér segir frá málfundunum á Grundar-
firði og Pórshöfn en í næstu tveimur
tölublöðum verða fundirnir á Höfn í
Hornafirði, Grindavík, Vestmannaeyjum
og Hafnarfirði til umfjöllunar.
Fyrirlesarar
Á flestum fundunum voru sömu fyrir-
lestrarnir auk erinda útgerða- og sjó-
manna af heimaslóð. Einnig hélt Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra ræðu á
fundunum á Grundarfirði og í Hafnar-
firði. Á fundunum var opið fyrir spurn-
ingar til fyrirlesara og í lok funda voru
almennar umræður um öryggismálin.
Mæting á fundina var misgóð eða frá um
15 til 70 manns.
Svana Margrét Davíðsdóttir lögfræð-
ingur hjá samgönguráðuneytinu fjallaði
m.a. um aðdraganda, undirbúning og
framvindu áætlunar um öryggi sjófar-
enda. En Sigurbergur Björnsson skrif-
stofustjóri hjá ráðuneytinu hélt fyrirlest-
urinn í Vestmannaeyjum.
Jón Bernódusson verkfræðingur hjá
Siglingastofnun íslands sagði frá stöðu
verkefna áætlunar um öryggi sjófarenda
2004-2005 en Gísli Viggósson forstöðu-
maður rannsókna- og þróunarsviðs Sigl-
ingastofnunar kynnti upplýsingakerfi fyr-
ir sjófarendur um veður og sjólag með á-
herslu á nýjungar í upplýsingakerfinu.
Hilmar Snorrason skólastjóri Slysa-
varnaskóla sjómanna og Þráinn Skúlason
aðstoðarskólastjóri í forföllum Hilmars
héldu erindi um öryggisfræðslu sjó-
manna og var m.a. komið inn á þróun í
slysatíðni, nýjungar í fræðslunni og mis-
munandi kröfur um öryggisfræðslu eftir
stærðum og gerðum skipa.
Ásgrímur L. Ásgrímsson yfirmaður
Vaktstöðvar siglinga kynnti verkefni sem
vaktstöðinni er ætlað að annast. Með til-
komu Vaktstöðvar siglinga hafa allir lyk-
ilaðilar í leit og björgun á hafsvæðinu
umhverfis ísland sameinast í einni
stjórnstöð.
Grundar fj örður
Fyrsti fundurinn í málfundaröðinni var
haldinn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á
Grundarfirði miðvikudaginn 2. nóvem-
ber 2005.
Fundarstjóri var Sigríður Finsen forseti
bæjarstjórnar Grundarfjarðar og formað-
ur hafnaráðs. Fyrirlesarar af heimaslóð
voru Guðmundur Smári Guðmundsson
og Jóhannes Þorvarðarson. Sagt var frá á-
varpi Sturlu Böðvarssonar í síðasta tölu-
blaði Vikings en Guðmundur og Jóhann-
es komu einnig að mörgum þáttum ör-
yggismálanna í ræðum sínum.
Fram kom í ræðu Guðmundar að það
væri áhyggjuefni fyrir útgerðina að ís-
lenska krónan væri of sterk enda gengi
hennar í hámarki á þessum tíma. Hann
sagði að ef áframhald verði á svona vit-
leysu að þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af
öryggi sjófarenda þar sem ekkert skip
muni komast á sjó. Útgerðin sé við þess-
ar aðstæður ekki í stakk búin til að
greiða þau laun sem nauðsynleg eru til
að fá hæft fólk á sjó.
A
28 - Sjómannablaðið Víkingur