Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 28
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, mætti tilfundanna á Grundarfirði og í Hafnarfirði. Hér tekur hann til máls í Hafnarfirði. Helgi Laxdal, fundarstjóri ogformaður Vélstjórafélags íslands, situr næstur honum. Þá homa Svana Margrét Davíðsdóttir ogjón Bernódusson. Hilmar Snorra- son, skólameistari Slysavarnaskóla sjómanna, er lengst til vinstri. Ingimundur Valgeirsson Málfundir um öryggismál sjófarenda 2005-2006 Isíðasta tölublaði Víkings var sagt frá málfundum um öryggismál sjó- manna (einkum fundinum á Dalvík) og er haldið áfram með frásögnina í þessari grein. Fundarritari var Ingi- mundur Valgeirsson frá Slysavarna- félaginu Landsbjörgu. Áætlað var að halda fundi á átta stöðum víða um landið og þegar þetta er skrifað er búið að halda fundi á öllum stöðun- um utan ísafjarðar. Gerðar voru þrjár tilraunir til að komast til ísafjarðar en vegna veðurs varð að aflýsa auglýst- um fundum þar. Hér segir frá málfundunum á Grundar- firði og Pórshöfn en í næstu tveimur tölublöðum verða fundirnir á Höfn í Hornafirði, Grindavík, Vestmannaeyjum og Hafnarfirði til umfjöllunar. Fyrirlesarar Á flestum fundunum voru sömu fyrir- lestrarnir auk erinda útgerða- og sjó- manna af heimaslóð. Einnig hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ræðu á fundunum á Grundarfirði og í Hafnar- firði. Á fundunum var opið fyrir spurn- ingar til fyrirlesara og í lok funda voru almennar umræður um öryggismálin. Mæting á fundina var misgóð eða frá um 15 til 70 manns. Svana Margrét Davíðsdóttir lögfræð- ingur hjá samgönguráðuneytinu fjallaði m.a. um aðdraganda, undirbúning og framvindu áætlunar um öryggi sjófar- enda. En Sigurbergur Björnsson skrif- stofustjóri hjá ráðuneytinu hélt fyrirlest- urinn í Vestmannaeyjum. Jón Bernódusson verkfræðingur hjá Siglingastofnun íslands sagði frá stöðu verkefna áætlunar um öryggi sjófarenda 2004-2005 en Gísli Viggósson forstöðu- maður rannsókna- og þróunarsviðs Sigl- ingastofnunar kynnti upplýsingakerfi fyr- ir sjófarendur um veður og sjólag með á- herslu á nýjungar í upplýsingakerfinu. Hilmar Snorrason skólastjóri Slysa- varnaskóla sjómanna og Þráinn Skúlason aðstoðarskólastjóri í forföllum Hilmars héldu erindi um öryggisfræðslu sjó- manna og var m.a. komið inn á þróun í slysatíðni, nýjungar í fræðslunni og mis- munandi kröfur um öryggisfræðslu eftir stærðum og gerðum skipa. Ásgrímur L. Ásgrímsson yfirmaður Vaktstöðvar siglinga kynnti verkefni sem vaktstöðinni er ætlað að annast. Með til- komu Vaktstöðvar siglinga hafa allir lyk- ilaðilar í leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis ísland sameinast í einni stjórnstöð. Grundar fj örður Fyrsti fundurinn í málfundaröðinni var haldinn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Grundarfirði miðvikudaginn 2. nóvem- ber 2005. Fundarstjóri var Sigríður Finsen forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar og formað- ur hafnaráðs. Fyrirlesarar af heimaslóð voru Guðmundur Smári Guðmundsson og Jóhannes Þorvarðarson. Sagt var frá á- varpi Sturlu Böðvarssonar í síðasta tölu- blaði Vikings en Guðmundur og Jóhann- es komu einnig að mörgum þáttum ör- yggismálanna í ræðum sínum. Fram kom í ræðu Guðmundar að það væri áhyggjuefni fyrir útgerðina að ís- lenska krónan væri of sterk enda gengi hennar í hámarki á þessum tíma. Hann sagði að ef áframhald verði á svona vit- leysu að þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af öryggi sjófarenda þar sem ekkert skip muni komast á sjó. Útgerðin sé við þess- ar aðstæður ekki í stakk búin til að greiða þau laun sem nauðsynleg eru til að fá hæft fólk á sjó. A 28 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.