Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 38
Gunnar Guðmundsson skrifar frá Massachusetts Þrekraunin Gömlu sjómennirnir frá Nýja- Englandi voru ekki í nokkrum vafa um ágæti doríanna, sem á 18. og 19. öld voru mikið notaðar af fiskimönnum, til dæmis frá Gloucester. Bestu árabátar sem smíðaðir hafa verið, sögðu karlarnir og pirðu augun út á hafið. Petta voru 12 til 20 feta tvístefnungar og þurfti því ekki að snúa þeim þótt stefnunni væri breytt um 180 gráður. Að morgni veiðidags voru doríurnar sendar út frá móðurskipinu (eða flaggskipinu), sem var oftast skonnorta, og síðan inn- byrtar aftur að kveldi. Tveir sjómenn voru venjulega í hverri doríu. Þannig gengu dagarnir fyrir sig á miðunum, bát- arnir voru í kallfæri og fiskurinn dreginn uns lestar skonnortunnar tóku ekki rneira. Þá var haldið heim. Það kom iðulega fyrir að fiskimennirn- ir misstu sjónar af flaggskipinu, stundum í þoku, stundum í ólgusjó. Þá voru tekn- ir upp þokulúðrar og beðið til guðs. Eng- inn vildi gista nótt í litlum árabáti úti á reginhafi. Eitt hundrað sjómílur voru til næsta lands. En þessi grimmu örlög biðu tveggja sjómanna frá Gloucester er þeir voru við veiðar á Stóra-banka í janúar 1883. Þetta voru þeir Howard Blackburn og Thomas „Willi” Welch en flaggskipið var Fears. Þegar leið á þennan örlagaríka dag byrjaði að snjóa og svartir skýjabólstrar geystust um himinninn. Hina 19 feta doríu, sem þeir félagar voru á, rak frá hinum og allt í einu voru þeir einir. Willie, sem var aðeins 19 ára gamall, tók upp þokulúðurinn og byrjaði að blása. Andlitið roðnaði og blánaði en ekkert gerðist. Myrkrið var að skella á og vind- ur að aukast. ískaldur sjórinn gekk yfir bátinn. Norðaustan rok var skollið á og þá rak stöðugt lengra til hafs. Skjálfandi af kulda og ótta báru þeir saman ráð sín, hinn 19 ára Willie og 23 ára Blackburn. Þeir vissu að á þessum slóðum gat sama veðrið haldist svo dög- um skipti og næsta vonlítið að finna Fears aftur, hvað þá að rekast á annað skip. Eini möguleikinn, afar fjarlægur að vísu, var að róa á móti vindi eitt hundrað sjómílur til Nýfundnalands sem var næsta þurrlendi. Stórlúðan fór fyrir borð Ungu mennirnir tveir voru i þykkum, vatnsheldum stökkum, ullarpeysu og ull- arbuxum, með belgvettlinga á höndum og stígvél á fótum. Við hljótum að geta róið okkur til hita, sagði Blackburn hug- hreystandi, við frjósum þá ekki á meðan. Útbúnaður bátsins var fábrotinn; átta- viti, austurtrog, kylfa til að rota með stórfiska (helst lúðu), fiskilína, árar og beita. Þeim kom saman um að best væri að henda afla dagsins, einni stórlúðu og talsvert af þorski, til að létta bátinn. Þeir héldu þó einum þorski eftir og beitunni, sem nesti Árahöld af holdi og blóði Blackburn og Willie skiptust á um að róa og standa í austri. Aldrei gafst tími til að hvíla sig, annars hefði vindurinn hrakið þá jafnharðan til baka. Daga og nætur börðust þeir við máttarvöldin. Þeir óttuðust líka að sofna og vakna ekki aft- ur. Eftir þrjá daga var Willie öllum lokið. Við munum ekki lifa til morguns, sagði hann. Ég verð að sofa svolítið. Og Willie lokaði augunum í síðasta skiptið. Blackburn tók árarnar staðráðinn í því að sleppa þeim ekki fyrr en hann næði landi. Hann fann orðið lítið fyrir fingrun- um og var með óþolandi kvalir í hönd- um og fótum. Þorstinn herjaði líka en ís- inn sem fraus á doríunni var svo saltur að það var skammgóður vermir að stinga honum i munninn. Penang, 997 tonna shonnorta, byggð af stáli árið 1905. Pegar hugað er að sögu skonnortunnar þá ber mönnum saman umfátt. Fræðingar erujafnvel ehhi á einu tnáli um það hvenœr fyrsta skonnortan var sett áflot. Sumir (reyndar flestir sýnist mér) segja að það hafi gerst árið 1713 í Gloucester í Massachusetts í Bandaríkjunum. Ljósm.: Hulton Archive 38 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.