Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 40
Skonnortan, Levin J. Marvel, strönduö á sandrífí út af Flórídaskaga árið 1946. Samkvœmt
skipafræðingum á hin dœmigerða skonnorta að vera tvímöstruð og aftara mastrið eklti að vera
lægra þvífremra. Eftir þessu sýnir tnyndin ekki dæmigerða skonnortu og stærsta skonnortan
sem hefur verið smíðuð, hin bandaríska Thomas W Lawson, var með hvorki fleiri néfœrri en
sjö möstur. Ljósm.: Bernard Hoffman
Strjúka fjaðrir, strjúka fjaðrir, strjúka
... , tautaði Blackburn, þar sem hann
horfði á líkið af vini sínum. Hann hefði
getað létt bátinn með því að fleygja
Willie í hafið en einhvernveginn gat
hann ekki fengið það af sér.
Ullarvettlingarnir voru nú orðnir að
einni ísköku. Blackburn stoppaði eitt
augnablik til að berja klakann af en
missti þá annan vettlinginn í sjóinn. í
klukkutima hélt hann áfram að róa en
skipti þá og setti vettlinginn á hina
höndina. Síðan var haldið áfram í myrkr-
inu, með likið af Willie og beljandi hafið
allt í kring. Svo kom að því að hann
missti hinn vettlinginn. Tilfinningin var
farin úr báðum höndunum og Blackburn
óttaðist að missa frá sér árarnar en þá
hefði allt verið tapað. Hann sá aðeins eitt
ráð. Hann varð að fórna höndunum fyrir
árarnar.
Snögglega, áður en hann fengi tíma til
að skipta um skoðun, stakk Blackburn
lúkunum í ískaldan sjóinn. Eftir augna-
blik lyfti hann þeim upp í vindinn,
kreppti fingurna eins og hann héldi urn
árar, og eftir örfáar mínútur voru fing-
urnir frosnir í gegn. Síðan smeygði hann
árunum inn í þessi frosnu árahöld af
holdi og blóði og hélt áfram að róa á
móti vindi og straumum.
Skinnið tók að fiagna af höndunum
eins og fiskhreistur en Blackburn hélt á-
fram að róa. Hann óttaðist mest að fing-
urnir myndu brotna af i átökunum við
árarnar.
Svefninn líknar
Áfram mjakaðist báturinn og eftir
fimm sólarhringa hvildarlausan róður sá
Blackburn loks lága strönd Nýfundna-
lands. Með frosin tár á hrímhvitu andlil-
inu kallaði hann til Willies: Við höfðum
það af, við höfðum það.
í litilli vík við ármynni tók Blackburn
loks land. En þá þurfti að losa hendurnar
frá árunum. Hann stakk þeim í sjóinn og
bjóst við miklum sársauka þegar þiðnun-
in hæfist en engin tilfinning gerði vart
við sig.
Ungi maðurinn gat varla staðið upp en
hálfskreið úr fjörunni þar til hann rakst á
gamlan fiskikofa. Þar var ofn og eldivið-
ur en frosnir fingur Blackburns réðu ekki
við að kveikja eld. Hann reyndi jafnvel
að nota tærnar á tinnusteininn sem
þarna var en allt kom fyrir ekki.
Án hita má ég ekki sofna, hugsaði
hann. Þá er dauðinn vis i svona kulda.
En svefninn sótti nú með miklum
þunga á Blackburn. Eftir fimm sólar-
hringa þrældóm á sjónum komst ekkert
annað að. Hann varð að sofna. Blackburn
hringaði sig á gólfinu og hleypli svefnin-
um að, fullviss um að hann myndi ekki
vakna aftur til þessa lífs.
Ekki dáinn
Enginn veit hversu lengi Blackburn
svaf en þegar hann opnaði augun aftur
var hann lengi að fullvissa sig um að
hann væri ennþá lifandi. En kuldaskjálft-
inn og sársaukinn í líkamanum sann-
færðu hann að lokum. Hann skreiddist
út og gleypti í sig snjó þar lil hann sveið
í munninn og fór í keng af magakrampa.
Þegar Blackburn jafnaði sig skreiddist
hann aftur niður í fjöru og ýtti doríunni
frá landi.
Eftir að hafa róið um sex mílna leið sá
hann loks til þriggja fiskimanna á bakk-
anum. Hann var hólpinn. Mennirnir
voru frá fátæku þorpi skammt frá en litlu
lengra í burtu var þorpið Borgeo þar sem
Willie var fæddur og uppalinn.
í fjóra mánuði var Blackburn hjúkrað
af konum fiskimannanna sem gáfu hon-
um fisk og hundamat. Sem var sama fæði
og þetta fátæka fólk lifði sjálft á. Sár hans
voru læknuð með dufti úr muldum skelj-
um en níu fingur fóru af - Blackburn hélt
aðeins öðrum þumalfingrinum - einnig
sex tær og annar hællinn.
Skaddaður en ekki þrotinn að
kröftum
Hinn 15. júní 1883 kom Blackburn
loks aftur í heimabæ sinn, Gloucester,
þar sem vinir hans hjálpuðu honum að
opna tóbaksbúð og bjórstofu. Sjálfur gaf
hann ekkjum og munaðarlausum börn-
um fiskimanna frá Gloucester sem höfðu
farist, mörg hundruð dollara sem söfnuð-
ust honum til heiðurs. Þegar bjórkráin
tók að ganga vel sendi hann einnig mat
og föt til fátæku fiskimannanna og fjöl-
skyldna þeirra sem höfðu bjargað honum
og hjúkrað.
Þótt Blackburn væri mikið skaddaður á
líkama var hann fjarri því að leggja árar í
bát. Hann stjórnaði leiðangri til Alaska
þegar gullæðið i Klondike hófst þar 1897
og hann fór einn á opnum báti yfir Atl-
antshafið, frá Gloucester í Massachusetts
til Gloucester á Englandi árið 1899. Þar
var honum fagnað sem hetju.
Howard Blackburn dó í svefni 4. nóv-
ember 1932.
Gömlu sjómennirnir í Gloucester
sögðu að það hefðu verið guð og dorían
sem björguðu Blackburn forðum.
40 - Sjómannablaðið Víkingur