Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 42
Ragnar Hólm Ragnarsson
Þáttur af urriðum
Hihnar Hansson með drehann mikla sem hannjékk á agnarsmáa púpu í Þing- Falleg veiði úr Ljósavatni 6. maí síðastliðinn.
vallavatni 6. mai - og sleppti honum síðan.
Nú eru veiðimenn um land allt komn-
ir á stjá með stangirnar sínar. Sjó-
birtingsveiðin hófst fyrir um tveimur
mánuðum og vatnaveiðin víða fyrir mán-
uði siðan. Á næstu dögum byrjar veiðin í
hverri ánni á fætur annarri en það eru
stöðuvötnin sem njóta athygli okkar að
þessu sinni. Þar hafa ævintýrin nú þegar
víða gerst, eins og vant er þegar menn
freista gæfunnar í viðureign sinni við
lónbúann.
Fyrst örlítill útúrdúr um komandi lax-
veiðivertíð. Sumir fúlsa við silungsveiði
en vilja einungis lax og aftur lax. Síðasta
sumar var þeim einkar hagstætt: Á land
komu fleiri stangaveiddir laxar en
nokkru sinni fyrr síðan skráning hófst,
eða samtals 55.168 fiskar. Það blés því
byrlega fyrir reyndum veiðimönnum en
ekki síður hinum sem voru e.t.v. að fara í
sína fyrstu laxveiðiferð. Því auðvitað
hlýtur að vera auðveldara fyrir nýgræð-
inga að krækja í nýgenginn lax ef árnar
eru smekkfullar af fiski. Þessir veiði-
menn ættu allir, bæði byrjendur og
lengra komnir, að verða með bros á vör á
bökkunum næsta sumar ef marka má spá
sérfræðinga Veiðimálastofnunar. Þeir spá
því raunar að veiðin verði ekki jafngóð
og síðasta sumar - hér um bil ógjörning-
ur verði að slá við metinu sem sett var þá
- en að samt megi búasl við feiknagóðri
veiði. Laxveiðimenn geta því kæst.
Risafiskar úr Þingvallavatni
Á síðustu árurn hefur urriðastofninn
fornfrægi, sem Þingvallavatn og Efra-Sog
voru fræg fyrir, verið að ná sér á strik aft-
ur. Landsvirkjun hefur lagt talsverða fjár-
muni í að rækta upp urriðastofnana með
góðutn árangri. Starfsmenn Veiðimála-
stofnunar hafa haft umsjón með að
hjálpa til með hrygningu þeirra fiska sem
eftir voru, unr 124 þúsund urriðaseiðum
hefur verið sleppt í vatnið, og nú lætur
ísaldarurriðinn svokallaði aftur á sér
kræla. Fregnir af stangaveiddum risaur-
riðum hafa verið árvissar og þetta eru
engir smáræðis fiskar.
Fyrir tveimur árum veiddist í vatninu
27 punda urriði, hvorki meira né minna!
Series 45 stimpildælur
Afl og stýringar fyrir allar þínar vinnuaögeröir.
Stimpildælur með breytilega rýmd þar sem þörf
er á háþrýstum og öflugum vökvadælum.
Series 45 stimpildælur eru í stærðum
frá 25 til 147 cm3/snúning.
(pSAUER
^DANFOSS
'WUcr.uMf.
f**&*tó' ■%+
Gæöi - Öryggi - Þjónusta
Danfoss hf
Skútuvogi 6 Sími 510 4100
www.danfoss.is
42 - Sjómannablaðið Víkingur