Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 44
Björgvin sonur Hilmars sleppir fallegum 8 punda urriða
aftur í djúp Þingvallavatns.
Það er fágætt að svo stórir laxar veiðist á
íslandi nú orðið - hvað þá silungar. Frá-
sagnir af slíkri ofurveiði hafa hleypt
kappi í menn og segja má að nú sé hún
Snorrabúð stekkur. Allt hefur breyst hjá
veiðimönnum sem stunda þjóðgarðinn á
Þingvöllum. Fyrir um 10 árum heilsuð-
ust veiðimenn kumpánlega ef þeir mættu
hverjir öðrum á bakkanum. Það var fá-
mennt við Þingvallavatn og menn veiddu
í kyrrð og ró á þessum helga stað. Nú er
mér sagt að menn verði hér um bil að
taka númer til að komast að á bestu
stöðunum. Það er biðröð eftir því að
komast á Pallinn svonefnda eða þá út i
Öfugsnáða.
Hilmar Hansson heitir snjall veiðimað-
ur sem hefur mest af sínum veiðimanns-
ferli aðallega einbeitt sér að laxinum en
hefur á síðustu áruin í æ ríkari mæli snú-
ið sér að silungnum. Hann hefur farið til
veiða á Þingvelli nokkur síðustu sumur
og heppnin var með honum núna í vor.
Þá var hann úti á Pallinum sem er stór
hraunhella nokkuð langt frá landi og
þurfa menn helst að kunna vel leiðina
þangað því meðal annars þarf að klofa
yfir eina djúpa gjá þegar vaðið er út.
Hann setti undir lítið héraeyra - púpu
með gullvafningum sem gerð er úr héra-
hárum - og fékk mikið högg. Hilmar er
reyndur veiðimaður og gaf sér því góðan
tfma til að eiga við fiskinn. Hann notaði
12 punda taurn en grunaði að fiskurinn
væri jafnvel talsvert þyngri en það. Og
það kom á daginn. Eftir um 40 mínútna
baráttu, dró Hilmar að landi ísaldarur-
riða, sem giskað var á að væri um 14
pund. Eftir að hafa losað fluguna úr fisk-
inum, fengið nokkrar myndir af sér tekn-
ar með þessum höfðingja, fór Hilmar
mjúkum höndum um fiskinn og leyfði
honum að synda aftur frjálsum ofan í
djúp Þingvallavatns.
Of dýrmætur til að veiða
bara einu sinni
„Mig minnir að það hafi verið hinn
merki fluguveiðimaður og hnýtari Lee
Wulff sem sagði að fiskur sem hafi veitt
manni ánægjulega glímu sé of dýrmætur
til að veiða bara einu sinni. Maður eigi
því að sleppa honum aftur,” segir Hilmar
þegar hann er spurður að því hvers
vegna hann hafi gefið stórurriðanum líf.
„Ég veit ekki hvað í ósköpunum ég hefði
haft að gera með þennan fisk dauðan.
Svona stórir fiskar eru algjörlega óætir -
það er ekki einu sinni hægt að borða þá
reykta ofan á rúgbrauð!”
En sögunni af Hilmari og ísaldarurrið-
anum er ekki lokið því líklega hefur
veiðigyðja Þingvallavatns ákveðið að
launa honum lífgjöf urriðans stóra. Fjór-
um dögum eftir að hafa sleppt þessum
14 punda fiski, fór Hilmar nefnilega aftur
á sama stað með syni sínum og þá end-
urtók sagan sig þótt í aðeins smærri stíl
væri. „Það var náttúrlega toppurinn að
fara þarna með Björgvini syni mínum og
horfa á strákinn taka 8 punda fisk á ná-
kvæmlega sama stað og ég hafði fengið
minn. Og hann vildi ekki vera eftirbátur
föður síns - að sjálfsögðu ákvað hann að
sleppa sínum fiski líka. Sá var miklu bet-
ur haldinn en þessi sem ég fékk. Silfrað-
ur og hnöttóttur urriði af fallegustu gerð.
Ég var stoltur af stráknum.”
Lostæti úr Ljósavatni
Já, sumir stofnar Iaxfiska eru við-
kvæmir og það er til dæmis urriðastofn-
inn í Þingvallavatni, að minnsta kosti
enn sem komið er. Hilmar bætir því við
frásögn sína að hann hirði alla bleikju
sem hann fái í vatninu, enda sé til nóg af
henni, og helst vilji hann hafa með sér
heim um punds bleikju - hún sé besti
matfiskurinn.
í Ljósavatnsskarði er samnefnt vatn
þar sem er að finna stóra stofna af bæði
bleikju og urriða. Sú saga hefur loðað við
vatnið að fiskurinn þar sé eitthvað sýktur
og jafnvel ekki hæfur til manneldis. Það
er reginfirra! Fiskurinn úr Ljósavatni er
lostæti og hann er af réttri stærð, þetta
hálft til þrjú pund en slíkir silungar eru
jafnan albestir til átu. Þeir eru að vísu til
miklu stærri í Ljósavatni og þá sérstak-
lega urriðinn. Það þarf bara lalsverða
þolinmæði - og e.t.v. heppni - til að ná
þeim.
Þótt kalt hafi verið á Norðurlandi í
byrjun maí þá voru ágætir dagar inn á
milli og þá var ekki að sökum að spyrja,
lífríkið í Ljósavatni lifnaði við. Þeir bjart-
sýnustu fóru strax af stað og höfðu er-
indi sem erfiði. Fiskurinn virtist vel
haldinn og við heyrðum af einum sem
hirti þrjá ágæta, skellti þeim á grillið og
vildi ekki heyra á annað minnst en að
fiskurinn úr þessu ágæta veiðivatni væri
gómsætur.
Hvað eiga þau sameiginlegt?
En hvað eiga þessi tvö vötn sem gerð
hafa verið að umtalsefni hér sameigin-
legt? Jú, þau eiga það sameiginlegt með
21 öðru veiðivatni á íslandi að
vera hluti af Veiðikortinu svo-
nefnda. Veiðikortið er hugar-
fóstur Ingimundar Bergssonar
sem hann gerði að veruleika
fyrir um tveimur árum. Hug-
myndin var sú að gera samning
við veiðiréttarhafa um að hand-
hafar kortsins fengju ókeypis
veiðileyfi í völdum stöðuvötn-
um. Ingimundur semur við
bændur og aðra rétthafa, innir
ákveðna greiðslu af hendi, en
selur síðan veiðimönnum Veiði-
kortið gegn mjög vægu gjaldi
og opnar þeim þannig ótal
möguleika til að stunda stanga-
veiði vítt og breitt um landið.
Veiðikortið kostar 5.000 kr. og fæst
víða um land, til að mynda í veiðibúðum
og á bensínstöðvum Esso. Sum veiðifélög
hafa einnig gert samkomulag við Ingi-
mund um að selja kortið til sinna félags-
manna á 4.000 krónur. Þetta er auðvitað
hið besta mál fyrir alla aðila.
Skot í myrkri
í síðasta tölublaði lauk ég pistli mínum
á sögu af Nobblernum sem Kolbeinn
heitinn Grímsson sagði mér endur fyrir
löngu en Kolbeinn var hafsjór af mörg-
um góðum sögum. Þær snerust ekki
endilega allar um stangaveiði og eina
góða man ég sérstaklega, hún laut að
skotveiði.
Þannig var mál með vexti að bóndi
einn hafði orðið fyrir nokkrum búsifjum
vegna refs sem sótti í hænsnakofa hans.
Hann hafði gert allt til að koma lágfótu
fyrir kattarnef en ekkert orðið ágengt,
rebbi komst alltaf undan. Bóndinn var
skytta góð og hafði hvað eftir annað farið
út í myrkraðan hænsnakofann, séð glytta
í augu lágfótu í myrkrinu og náð skoti
beint í ennið. Samt komst rebbi alltaf
undan með miklu brambolti. Leikurinn
endurtók sig. Bóndinn beið í myrkrinu,
sá augun glóa og skaut beint á milli
þeirra, en samt komst skolli undan. Fór
karli nú heldur að leiðast þófið. Hann á-
kvað að leika á refinn og beið eftir hon-
um enn eitt kvöldið í hænsnakofanum -
en að þessu sinni ekki með riffilinn sinn,
heldur vopnaður forláta vasaljósi. Þegar
hann sá augun stara á sig í myrkrinu
lýsti hann beint á dýrið - og hvað sá
hann? Tófurnar voru tvær og stóðu bros-
andi hlið við hlið. Sú vinstra megin með
lokað vinstra auga en hin með það
hægra. Hann hafði alltaf skotið beint á
milli hausanna á þeim.
Ég er ekki viss um að þetta sé sönn
saga, enda datt mér aldrei til hugar að
spyrja Kolbein um sannleiksgildi hennar.
Hún er góð engu að síður og segir okkur
að það er ekkert sjálfgefið í veiðintii,
hvort heldur við erum á höttunum eftir
fiskum eða ferfætlingum.
44 - Sjómannablaðið Víkingur