Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 54
Port Said. Ferja við upptök Súes. Ljósm.: Uppenhall Ltd Súesskurður gerði slíkt hið sama fyrir heimsverslunina. í tíu ár strituðu 25.000 verkamenn við að grafa og sprengja sig áfram hina 168 kílómetra löngu 'eið yfir eiðið. í ágúst 1868 var takmarkinu náð og í október sama ár sigldi fyrsta skipið um skurðinn, gufubáturinn Louise-et- Marie. Mánuði síðar, eða hinn 17. nóv- ember, var skurðurinn opnaður fyrir um- ferð með gríðarlegri viðhöfn í Port Said þar sem voru saman komin ekki færri en 160 skip og aragrúi þjóðarhöfðingja og annarra fyrirmenna. í þágu mannkyns Það hafði aldrei vakað fyrir Faraóun- um forðum að búa til umferðaræð um Súeseiðið til hagsbóta fyrir aðrar þjóðir. Skipaskurðurinn var aðferð þeirra lil að efla verslun Egypta sjálfra, ekki annarra. De Lesseps lagði hins vegar áherslu á að skurðurinn ætti að vera fyrir allar jrjóðir á öllum tímum, sama hvað gengi á í pólitíkinni og vopnaviðskiptum. Öðr- uin þræði var þetta hugsjón en hitt var líka deginum ljósara að átök voru ekki holl verslun og viðskiptum. Compagnie Universelle du Canal Maritime de Suez átti líf sitt undir því að skurðurinn væri notaður. Félagið tók gjald af hverju skipi er fór um skurðinn og ófriður milli þjóða var ekki líklegur til að auka á tekjur fé- lagsins sem var í kreppu. Framkvæmdir við Súesskurð höfðu orðið helmingi dýr- ari en ráð var fyrir gert, skipaumferð um skurðinn varð mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og á aðeins þremur árum eftir opnun siglingaleiðarinnar yfir Sú- eseiðið féll verð hlutabréfa í fyrirtækinu úr 500 frönkum niður í 200. Sjálfur frumkvöðullinn, de Lesseps, átti undir högg að sækja. Til að bæta gráu ofan á svart komst sá orðrómur á kreik að Eng- lendingar væru að hugleiða að grafa ann- an skipaskurð úr Miðjarðarhafinu yfir í Rauðahafið. Pessar sögusagnir skelfdu Egypta en þjóðin var á góðri leið með að verða gjaldþrota og nánast það eina sem hún átti söluhæft voru hlutabréfin í Súes- skurðinum. Allt leiddi þetta til þess að 1875 keyptu Bretar hlut Egypta í skipa- skurðinum sem var aðallega til að koma i veg fyrir að Frakkar gætu eignast skurð- inn að fullu. Ekki voru allir Englending- ar sáttir við jressa fjárfestingu, fjarri því, en breska heimsveldið hefur vafalitið gert verri kaup, ekki síst í ljósi þess að í lok 8. áratugar 19. aldar voru fjögur af hverj- um fimm skipum sem fóru um Súes frá Bretlandi. Kaupin breyttu þó í engu þeirri hug- sjón de Lesseps að Súesskurðurinn ætti að vera öllum opinn. Þessi hugsjón var loks staðfest á prenti í október 1888 en þá undirrituðu Frakkland. Bretland, Þýskaland, Austurríki-Ungverjaland, Ítalía, Rússland, Spánn, Tyrkland og Holland, samkomulag jrar sem í fyrstu grein var kveðið á um að skurðurinn skyldi ætíð standa opinn allri skipaum- ferð, i friði sem ófriði, verslunarskipum sem stríðsskipum, óháð fánunum er þau sigldu undir. Maðurinn sem gróf Ferdinand de Lesseps hafði stjórnað verkinu til enda. Og hann lifði að sjá af- kvæmi sitt bera ríkulegan ávöxt. Sein- ustu tvo áratugi 19. aldar og vel fram á þá 20. voru gósentímar fyrir Súesskurð- inn og eigendur hans. Skipaumferð jókst um allan helnting. Árið 1881 voru skráð- ar 2.727 skipaferðir um skurðinn. Þessi tala var komin yfir 5000 árið 1912 og tonnin, sem skipin fluttu, hafði stigið úr tæpum 6 milljónum fyrrnefnda árið í yfir 20 milljónir árið 1912. Og það var ekki að sökum að spyrja, verð hlutabréfa í skurðinum hækkaði ört, fór úr 500 frönkum og var komið í 6.500 franka árið 1912. 54 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.