Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Qupperneq 56
Nokkrir Egyptar slappa af á bakka Súes. Karmski er einhver þeirrafrá Ismailia, sem er drottning borg-
anna við Súesskurð og hreinasta borg Egyptalands, prýdd fögrum byggingum, afarfinum hótelum, mat-
sölustöðum á heimsmælikvarða og gróðri svo afber.
En þetta var eftir daga de Lesseps því
hann andaðist árið 1894.
Frægðarsól hans hafði heldur hnigið
seinustu æviárin. De Lesseps var nefni-
lega ekki búinn að fá nóg af stritinu
heldur leitaði hann fleiri ævintýra og
fleiri siglingaleiða að búa til.
Árið 1881 var de Lesseps kominn til
Panama þar sem hann ætlaði að endur-
taka stórvirkið á Súesseiði. Sjö árum síð-
ar fór fyrirtækið á hausinn og de Lesseps
Rökhyggja
karlmanna
Karlmaður reyndi ákaft að fá for-
ræði yfir barni sínu. Þegar málið
kom fyrir dómara stóð karlinn á því
fastar en fótunum að hann ætti barn-
ið en ekki konan.
Dómarinn varð hvumsa og kvaðst
aðeins hafa heyrt um eitt barn sem
svona hefði verið ástatt um en þar
hefði það hins vegar verið konan
sem ótvírætt átti afkvæmið. Hann
væri því ákaflega forvitinn að heyra
rökstuðning fyrir annarri eins full-
yrðingu sem virtist ganga gegn sjálf-
um náttúrulögmálunum.
Faðirinn svaraði og kvað fast að:
„Herra dómari, ef þú setur 100
krónur í kóksjálfsala þá kemur út
kókdós. Hvor á dósina ... þú eða
sjálfsalinn?”
var dreginn fyrir rétt, ásakaður um fjár-
drátt, og sakfelldur. Við sjálft lá að þessi
fyrrverandi þjóðhetja í Frakklandi yrði
lokuð inni á bak við lás og slá. Á sein-
ustu stundu var honum þó forðað frá
þeirri smán en sonur hans, sem hafði
flækst í málið, sat um tíma í fangelsi og
sögðu sumir að hann hefði gerst blóra-
böggull fyrir föður sinn.
Panamaskurðurinn beið því nýrra
manna og nýrrar aldar að verða til.
Dauðinn forðaði líka de Lesseps frá því
að sjá hugsjón sína, sem hafði verið færð
í letur 1888, um ævarandi frelsi allra til
að nota Súesskurðinn, fótum troðna.
Yopnin tala
Fyrri heimsstyrjöldin braust út. Þýskur
njósnari var handtekinn í Alexandríu og
fundust á honum bæði sprengjur og kort
af skurðinum. Tyrkir blönduðu sér í slag-
inn og gerðu árás á skipaskurðinn. Það
gat því ekki farið hjá þvi að samningur-
inn frá 1888 yrði orðin tóm.
Pað sama gerðist í seinna stríði. Þjóð-
verjum, og bandamönnum þeirra, var
meinaður aðgangur að skurðinum.
Svo lauk stríðinu.
En þá tók ekki betra við, að minnsta
kosti ekki í augum Breta. Egyptar létu æ
oftar í það skína að Evrópuþjóðir ættu
ekkert með að stjórna Súesskurðinum og
þeir vildu losna við breska herinn sem
gætti skurðarins eins og hópur gritnmra
varðhunda. Egyptum blæddi líka í aug-
um að Bretar og Frakkar hirtu bróður-
partinn af þeim gríðarlega hagnaði sem
Súesskurðurinn gaf af sér.
Svo kom að því í júlí 1956 að Gamal
Abder Nasser þjóðnýtti Súesskurð-
inn. Hann hafði þá tveimur árum
fyrr lýst Egyptaland lýðræðisríki
og sjálfan sig forseta. Nasser ætlaði
að nota tekjurnar af skurðinum til
að fjármagna hina gríðarlegu Asw-
an stíflu. Honum átti þó ekki eftir
að verða kápa úr því klæðinu, að
minnsta kosti ekki fyrr en all-
nokkrum árum síðar.
í október 1956 réðust ísraelar
inn í landið og Egyptar fóru mjög
halloka. Bretar og Frakkar blönd-
uðu sér í átökin en stórveldin tvö,
Bandaríkin og Sovétríkin, tvistigu
og höfðu í hótunum. Það var þó
ekki fyrr en að Sameinuðu þjóð-
irnar blönduðu sér í deiluna að
tókst að bera klæði á vopnin
Egyptar héldu yfirráðum yfir Sú-
esskurðinum og í apríl 1957 var
hann opnaður á nýjan leik fyrir
skipaumferð en Egyptar féllust á
að greiða fyrrverandi eigendum
skurðarins umtalsverðar skaðabæt-
ur. Þeir gátu hins vegar ekki með
nokkru móti samþykkt að israelsk
skip fengju að sigla yfir Súeseiðið
en slíkt bann hafði verið í gildi síð-
an 1950.
í júní 1967 brutust enn út átök á milli
ísraela og Araba með þeim afleiðingum
að Súesskurðurinn var næstu árin lokað-
ur fyrir skipaumferð. Súes-borg var rústir
einar eftir loftárásir ísraela og Egyptaland
rambaði á barmi gjaldþrots. Tekjur þeirra
af skurðinum skiptu meginmáli fyrir af-
komu þjóðarbúsins. í þessum hremming-
um komu olíuauðug Arabariki Egyptum
til hjálpar og greiddu þeim svipaða upp-
hæð árlega og þeir hefðu ella haft af
rekstri Súesskurðarins.
í október 1973 kom enn til átaka þegar
Egyptar réðust yfir skurðinn á herstöðvar
fsraela á austurbakka hans. Gyðingarnir
fóru halloka en tókst þó, furðulegt nokk,
að ná fótfestu á vesturbakkanum. Flókin
staða kom upp sem mönnum þótti ráð-
legast að leysa með samningum snemma
árs 1974.
í kjölfarið tóku Egyptar, sem réðu nú
loksins aftur báðum bökkum Súesskurð-
ar, til við að hreinsa skurðinn af sprengj-
um og skipsflökum frá því í stríðinu
1967 og nutu til þess aðstoðar banda-
ríska sjóhersins.
Árið eftir, eða 1975, var Súesskurður-
inn opnaður aftur en hann hafði þá verið
lokaður fyrir skipaumferð í samfleytt átta
ár, eða síðan sumarið 1967. Og allt frani
til þessa dags hafa öll skip fengið að sigla
um hann óáreitt, líka ísraelsk. Á þessum
tíma hafa miklar umbætur verið gerðar á
skurðinum, hann breikkaður og dýpkað-
ur, beygjur teknar af og nýjar hjáleiðir
búnar til.
Draumur de Lesseps hefur svo sannar-
lega ræst.
56 - Sjómannablaðið Víkingui