Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 64
Sigling um Netið í umsjón Hilmars Snorrasonar Þegar sumarið er komið á þröskuldinn og sjómannadagurinn framundan fara rnenn að tínast frá tölvunum og koma sér út í garð- verkin. f>að þarf líka að hugsa um hvað eigi að gera í sumarfríinu og þá gæti nú verið gott að liggja á netinu og finna eitthvað al- veg sérstakt sem hægt er að taka sér fyrir hendur. Þótt ekki sé lagt í utanferðir þetta árið þá kemur ár á eftir þessu. Til að fá hugmyndir um athafnir i sumar- fríinu þá hvet ég ykkur til að skoða síðuna hjá Irish Ferries. Þeir eiga nefnilega stærstu ferju í heiini sem ber nafnið Ulysses. Heimasíða þessa skips er að finna á slóðinni www.irishferries.ie/ulysses/index.shtml og þar er margt að sjá. Hægt er að fara um allt skipið og skoða. Skipið kostaði einungis 1 milljón evra en það var smíðað í Finnlandi. Ef sumarið verður rigningasamt þá er hægt að læðast öðru hvoru í tölvuna og fara inn á síðu sem haldið er út af nýsjálenska sjóminjasafninu og er á slóðinni www.nzmaritime.co.nz/. Þar eru ýtarlegar frásagnir af ýmsum skipum og skipssköðum. Bendi ég sérstaklega á síðuna um farþega- ferjuna Wahine. Áhugaverð síða í meira lagi. Það er svo sem engin ný saga þegar fjallað er um Titanic. Ég ætla að vísa ykkur á sænska síðu sem fjallar um Titanic slysið. Það er búið að segja margt um það slys en á þessari síðu eru til að mynda borin saman örlög Titanic og Estonia. Þar kemur meðal annars fram að 68% þeirra sem voru um borð í Titanic fórust en í Estonia slysinu fór- ust 86%. Slóðin á síðuna er www.titanicnor- den.com. í fríum eru póstkort á tíðum notuð. Mörg skip er að finna á póstkortum og þá oftar en ekki farþegaskip eða ferjur. Á síðunni www.simplonpc.co.uk/ er að finna mikið magn af póstkortum sem gefin hafa verið út af hinum ýmsu útgerðum. Þar er meðal annars að finna Skallagrím og Eimskip auk fjölda annarra útgerða um heim allan. Þessi síða er mjög áhugaverð og vel unnin af eig- anda hennar. Ljóst er að hann hefur lagt mikinn metnað í síðuna. Mér datt svona í hug hvort þú lesandi góður værir ekki vel að þér í frönsku. Ég rakst á franska síðu ekki alls fyrir löngu sem geymir fjöldann allan af myndum af ferjum. Ég reyndar skyldi ekki orð á síðunni nema ef vera skyldi skipanöfn og kom það alls ekki að sök. Gaman er að þvælast um sið- una sem er á slóðinni http://yannsphotos.fotopic.net/. Ég rakst á virkilega frábæra síðu í síðustu Ryófríir stálbarkar fyrir___________ Hitaveitur • Pústkerfi • Yatnslagnir Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir Viðgerðir og smíði á þenslumúffum Barkasuða Guðmundar ehf. Vesturvör 27 • 200 Kópavogur Símr. 564 3338 • Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 • 898 2773 Kt. 621297 2529 viku sem ég er fullviss um að heillar alla les- endur Víkings. Þetta er pólsk síða þar sem sjómaður af stórflutningaskipum hefur mundað myndavélina við öll tækifæri. Út- koman er hreint stórkostleg og hefur hann viðað að sér mjög sérstökum myndum sem hann hefur tekið sjálfur eða fengið að láni. Slóðin á hana er www.full-ahead.6r.pl/ og mun síðan halda þér lesandi góður hug- föngnum í langan tíma. Við skoðum næst alveg nýja síðu sem var hleypt af stokkunum í byrjun marsmánaðar. Hún er ekki orðin myndrík ennþá en þær myndir sem eru komnar þar inn sýna skip smíðuð í Þýskalandi. Slóðin er www.schiff- sarchiv.de og eru ljósmyndirnar á síðunni í mjög háum gæðum. Kíktu inn á síðuna www.unterelbe.com sem er um gamalt flutningaskip sem verið er að breyta í skemmtiskip. Frá Finnlandi kemur skipið Unterelbe og er þarna fjöldi ljósmynda sem sýna sögu skipsins sem og hvaða hlutverki skipinu er ætlað í komandi framtíð. Skemmtilegt að sjá hvernig menn varðveita „gömul” skip. Vantar þig upplýsingar um vita og sjó- merki? Ef svo er þá bendi ég á www.trabas.de/enindex.html þar sem verið er að koma upp flottri síðu sem gefur upp- lýsingar um vita á mjög skemmtilegan hátt. Eigandi síðunnar hefur farið víða til að mynda vita og sjómerki til að hafa á heima- síðunni og mun hún vekja athygli þína les- andi góður. Lokasíðan að þessu sinni er af hollenskum uppruna. Hún fjallar um dýpkunarskip og er á slóðinni www.dredgers.nl/. Eigandi síð- unnar safnar upplýsingum um dýpkunarskip og er þar kominn mikill og áhugaverður fróðleikur. Kíktu inn og sjáðu hversu at- hyglisverð þessi skipategund er. Ekki verða síðurnar fleiri að sinni. En eins og áður þá hvet ég þig lesandi góður til að koma með ábendingar um áhugaverðar síð- ur, sem þú rekst á í sumar. Sendu mér línu og tengil síðunnar á netfangið iceship@hn.is. KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 T æringarvarnarefni fyrir gufukatla 64 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.