Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 4
34 NÁTTÚKUFR. hreindýrum um Árnes- og Gullbringusýslu, eftir því sem Olavius. segir. Árið 1783 var nokkrum hreindýrum sleppt á Yaðlaheiði við Eyjafjörð, og loks var sleppt 30 í Múlasýslunum árið 1787. Landnámssaga hreindýranna á íslandi hefir því náð yfir 17 ár, eða frá 1771 til 1787, samtals hafa verið flutt 60—70 hreindýr til landsins, í fjögur skipti, tvisvar til Norðurlands og tvisvar til Suðurlands. Þótt aldrei kæmi til framkvæmda, var rætt um að flytja nokkrar Lappa-fjölskyldur til íslands, til þess að kenna. landsmönnum að temja hreindýr og nota þau sem húsdýr. Nú var kominn upp dálitill stofn hreindýra, og því var um að gera að vernda hann, unz hann yrði nægilega stór til þess að gefa arð. Þess vegna var það bannað með lögum (21. júlí 1787) að skjóta hreindýr. Dýrunum fjölgaði nú óðum, og talið var, að stofninn á Vaðlaheiði væri 300—400 stk. um 1790, og stórir flokk- ar höfðu sézt á fjöllunum í Múlasýslunum um líkt leyti. En ríki hreindýranna á íslandi átti nú ekki góðum tímum að fagna, því eftir því sem fjöldinn óx, fóru menn að verða hræddir um, að þau myndu eyðileggja beitina, ef ekki væru reistar skorður við frek- ari þróun. Þetta leiddi til þess, að leyft var með lögum að skjóta allt að því 90 hreindýr samtals, í Múlasýslunum og í Eyjafjarð- arsýslu (1790), og seinna var leyft að skjóta hreindýr um allt land, en þó aðeins karldýr. En þrátt fyrir þessar ráðstafanir fjölgaði dýrunum stöðugt; hver kvörtunin kom nú á fætur ann- arri, og niðurstaðan varð sú, að hreindýrunum var sagt stríð á hiendur. Þegar hreindýrin stóðu með sem mestum blóma, sáust oft stórir hópar, einkum í hörðum vetrum, alveg niðri í byggð, bæði í Eyjafjarðarsýslu, Þingeyjarsýslu og Múlasýslunum. 12. marz 1817 komu svo út lög, sem heimiluðu öllum að skjóta hreindýr, nema kálfa á fyrsta ári, og 10. júní 1849 var leyft að skjóta hreindýr á öllum aldri, og fram af þessu eyddist stofninn stór- um, og hvarf víða með öllu. Með lögum var hreindýrið gert að borgara meðal íslenzkra. dýra, með lögum var því útrýmt, þangað til stofninn stóð á grafarbakkanum, og með lögum hefir stofninn síðan verið end- urreistur, með friðun. Fyrsta sporið í áttina var stigið með lög- um frá 17. marz 1882, þar sem bannað var að skjóta hreindýr á tímabilinu frá 1. janúar til 1. ágúst. Síðan 8. nóvember 1901 hafa þau verið algerlega friðuð, og verða það a. m. k. þangað til 1. jan. 3935. Þó er leyft að veiða þau, með það fyrir augum að temja þau.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.