Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 5

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 5
NÁTTÚRUFR. 35 Um heimkynni og fjölda hreindýranna hér á landi nú vita menn ekki mikið, en þörf væri að kynna sér það nánar. Islandi er virðing að því að geta talið hreindýrið sem eitt af sínum eig- in dýrum, það prýðir þó að minnsta kosti landið, þótt það hafi ekki orðið að miklum notum enn sem komið er. (í síðasta hefti Náttúrufræðingsins er grein um hreindýrin á Reykjanesskaga eftir G. G. B.). Á. F. Místííteínninn. Fáar eru þær plöntur, sem nefndar eru í fornritum vor- um. Helzt eru þar nefnd tré nokkur, og eru þó nöfn þeirra mjög á reiki. En í norrænni goðafræði er þó einnar plöntu get- ið, sem flestum verður ógleymanleg sökum óhappaverks þess, er með henni var unnið. Planta sú var mistUteinninn. Með hon- um var Baldur hinn góði drepinn, „og hefir þat mest óhapp ver- it unnit með goðum ok mönnum‘‘, segir Snorri. IJess mætti vænta, að planta sú, sem svo miklum óhöppum olli að trú manna, væri ófögur ásýndum, en svo er ekki. Mistil- teinninn er einkar snotur, sígrænn smárunni, og skal honum nú nánar lýst, því ætla má, að ýmsa fýsi að vita deili á honum, svo mikil saga, sem við hann er tengd. Þótt mistilteinninn sé fallegur álitum, er hann ekki allur þar sem hann er séður. Hann heyrir til þeim lífflokki plantna, sem sníkjuplöntur nefnast. Þær eru allar einkenndar þannig, að þær afla sér ekki fæðu sjálfar, nema ef til vill að einhverju litlu leyti, heldur láta þær samborgara sína í ríki Flóru fæða sig, eða jafnvel leita til dýranna. Áður en lengra er farið, tel eg hlýða að gera stuttlega grein fyrir fæðu plantnanna. Hana fá þær á tvennan hátt, úr jörðu og lofti. Úr jörðunni fá plönturnar steinefni ýms, sem þeim eru nauðsynleg, auk köfnunanefnis og vatns, en úr loftinu vinna þær kolefni úr kolsýru þeirri, er það inniheldur. Til kolsýruvinnsl- unnar þurfa plönturnar að vera grænar, en græna litinn fá þær af efni, sem laufgræna nefnist, og gefur þeim litinn. Allar plönt- ur, sem þannig afla sér fæðu úr jörðu og lofti, kallast sjálfstæð- ar eða sjálfbjarga, en hinar, sem á einhvern hátt eru öðrum líf- verum háðar, ósjálfstæðar eða ósjálfbjarga. Meðal þeirra er mistilteinninn. 3*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.