Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 21
NÁTTÚRUFR.
51
Fer helsinginn aðallega meðfram stóránum þvert yfir land, frá
suðri til norðurs og „vice versa“. Dvelst hann lengst hið neðra með-
fram Héraðsvötnunum á Norðurlandi. Sunnanlands er hann á
haustin meðfram Þjórsá og Markarfljóti og víðar; á vorin ber
minna á honum sunnanlands en norðan. Margæsin er algengust
á Suður- og Yesturlandi. Fer hún með ströndum, enda er hún
mestur sjávarfugl af öllum gæsum, og að hátterni er hún að
ýmsu leyti frábrugðin þeim. Margæsin lifir aðallega á marhálmi
og öðrum sjávargróðri, sem til næst á grunnum víkum og vog-
um; er hún þar helzt, sem útfiri er mikið og leirur. Um háflæði
og nætur gengur hún á land og bítur gras sem aðrar gæsir.
Margæsin flýgur aldrei „oddaflug‘‘ og má á því m. a. greina hana
frá öðrum gæsum. Ennfremur hefir þriðja helsingjategundin,
ranShelsinginn (B. ruficollis, (Pallas)), komið hingað einu sinni.
Snjógæsin (Chen hyperboreiis, (Pallas)), sézt hér endrum og
eins. Það er nærri snjóhvítur fugl, með svartar flugfjaðrir. Hún
á heima í Norður-Ameríku norðanverðri. Enn er ónefnd ennþá
litla blesgæs (A. erythropus, (L.)), sem aðeins hefir náðst hér
einu sinni, svo menn viti.
Þá hafa hér að framan verið nefndar alls níu gæsategundir,
sem sézt hafa hér á landi, eða eru hér að staðaldri. Þrjár eða
fjórar tegundir verpa, eða hafa orpið hér á landi og má því
telja þær innlendar. Auk þessa er talið, að tvö afbrigði, tveggja
tegunda, sem nefndar hafa verið, hafi einnig komið hingað. Verða
það þá alls 11 gæsategundir, sem um er að ræða, ef undirteg-
undirnar (afbrigðin) eru taldar með. En þær eru A. albifrons
gambéli (Hartlaub) og Branta bernicia hrota (Muller). Eru
þær báðar norrænar. G'æti hin fyrrnefnda heitið á íslenzku
Ameríkii-blesgæs, en hin GrænlancLs-hrota (þ. e. margæs). 1 næsta
kafla verður gæsunum lýst nánara, hverri tegund fyrir sig, og
drepið á það helzta, er menn vita um hátterni þeirra hér á landi
óg útbreiðslu þeirra erlendis. Þó að fljótt verði farið yfir og að-
eins dregið fram það, sem nauðsynlegast er til að aðgreina teg-
undirnar, vonast eg þó til, að það geti orðið að nokkuru gagni
fyrir þá, sem vildu kynnast nánara þessum tígulegu og skemmti-
legu fuglum, — gæsunum. [Frh.]
Magnús Björnsson.
4*