Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 30
60 NÁTTÚRUFR. taugin, sem stokknum var fest við. Með þessum hætti var auð- velt að láta mælinn síga ofan í vatnsrás hversins og draga hann upp aftur, án þess að hann slægist við rásarveggina. Stokk- urinn seig 1 Sþo faðm niður og þegar eg varð þess var, að lóðið- nam við botn, herti eg svo á tauginni, að lóðið sveif aftur laust frá botni. Að 6—7 mínútum liðnum dró eg: stokkinn með mælinum gætilega upp. Há- marksnálin stóð við 95'/2° • Eg endurtók til- raun þessa tvisvar sinnum og í hvortveggja síðari tilraununum reyndist hitinn sem: næst 96° R. Ef til vill stafaði mismunurinn af því, vatnið, sem rann í kassann á niður- leið, hafði í fyrsta sinn ekki haft tíma til að ná að fullu þeim hita, er neðri vatnslög- in höfðu. — Samtímis og þessar tilraunir voru gerðar, stóð mælirinn í yfirborðsvatni Geysis á 77° R. Nú byrjaði eg að mæla hitann í Strokk og notaði sömu aðferðina og við- Geysi, þó með þeim mun, að eg festi meiri þunga við stokkinn, sem mælirinn var í. Taldi eg það nauðsynlegt, því að upp- sprettuvatnið ólgaði ákaft og stokkurinn hefði annars hægiega getað slegizt við rás- arveggina. Mælirinn seig 7 faðma nið- ur, en þegar eg dró stokkinn upp aftur, var mælirinn brot- inn. Annað tveggja var, að hitinn í Strokk hefir verið hærri en 140 stig, eða stokkurinn hefir orðið fyrir miklu höggi. Rað: síðara var ekki líklegt, því að eg hefði þá orðið þess var á taug- inni. Nú hafði eg aðeins eftir hitamælana 2 og 3, og hinn síðar- taldi gat eigi stigið hærra en 86 stig. Eg vildi ekki yfirgefa Strokk að óloknu verki. Eg tók því mælinn, sem síðar er talinn (3),. braut oddinn af efri endanum, svo að kvikasilfrið gæti komizt út úr pípunni, er það þendist út við hitann. Lagði eg mælinn í stokkinn og lét hann hanga lóðrétt í tauginni. Lét eg mælinn síga, þannig útbúinn, ofan í uppspretturásina, unz eg varð þess var, að lóðið nam við botninn. Að 19 mínútum liðnum dró eg stokkinn upp, opnaði hann og tók hitamælinn út með gætni. Strax er hann kólnaði, seig kvikasilfrið niður í kúluna; mælirinn nr. 2 stóð samtímis á -f 12°, nr. 3 gat mælt -f- 23°. Hitinn í Strokk.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.