Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 32
62 NÁTTÚRUFR. sig á að ganga í lið með ríka baróninum við verkið. Sagði hann mér að baróninn hefði látið varpa fjarska miklu af steinum og hnausum ofan í uppspretturás hversins; en væntanlegi árangur- inn varð enginn. Strokkur tók öllu með rósemi, og hr. W. . . varð að fara burt án þess að sjá nokkurt gos. eftir það liðu þrjár vikur; þann tíma gusaði Strokkur aldrei vatni. Hugðu menn að upp- sprettan væri stýfluð og heimilismenn á bænum óttuðust að hver- inn mundi brótast upp á öðrum stað og ef til vill valda skemmdum. Dag nokkurn árla morguns, náði þó Strokkur loksins andanum. Voru fjörbrot hans óskapleg. Jörðin titraði allt umhverfis og i reiði sinni slengdi Strokkur steinhrúgum Englendingsins áleiðis til skýja. í fyrstu féll mikið af þessu ofan í uppsprettuopið aftur; en nú var Strokkur byrjaður, og hann hætti ekki fyr en allt, sem í hann hafði verið varpað, var molað mjölinu smærra og varpað á burtu. Stóð gos þetta til miðdegis. Reyndar fullyrða menn, að Strokkur gjósi nú ekki eins hátt og áður, og kemur það heim við frásagnir fyrri ferðamanna. Virðist mega kenna um það þeim misþyrming- um, sem hverinn hefir orðið fyrir af völdum þessa ferðamanns og annara, er hafa sýnt honum óhæfilega keskni. P.s. Úr fyrri liluta greinar þessarar, sem prentuð var í 1. örk Náttúrufr. hefir verið sleppt nokkrum stuttum köflum. (Útgef.) Landnámsfroskarnír. Rétt fyrir aldamótin síðustu voru hér á ferð fjórir útlend- ingar, Dani, Frakki, Englendingur og Þjóðverji. — Þeir höfðu heyrt talað um mývarginn við mörg af stærstu vötnum landsins, og þeim var það kunnugt, að hér var fátt um dýr, sem gætu eytt þessu fargani. Dýrin, sem líklegust væru til þess, nefnilega frosk- dýrin, vantaði hér alveg, eins og reyndar enn þann dag í dag. íslenzkt hryggdýralíf er fáskrúðugt, eins og allir vita, mest er um fiska og fugla, talsvert af spendýrum, einkum hvölum og sel- um, en tvo af fimm flokkum hryggdýranna, froskdýrin og skrið- dýrin, vantar með öllu. Englendingnum hugkvæmdist því að flytja inn nokkura froska, einkum til þess að eyða mývarginum, og kom því til leið- ar, að það var gert. J^jóðverjinn lagði af stað með hundrað öfl-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.