Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 25
TJÁTTÚRUPR. 55 Verndarlíking. Samlitni hefi eg nefnt það, að dýrin líkj- ast umhverfinu. Fálkinn á erfitt með að finna rjúpuna, þar .sem hún liggur kyr, en ef hann hefir komið auga á hana, dylst honum ekki, að það er ,,systir“ hans, rjúpan, og þá er friðnum lokið. En svo eru til dýr, sem ekki einungis líkjast umhverf- inu, heldur allt öðru, til dæmis öðrum dýrum, blöðum, grein- um, blómum, o. s. frv., svo mjög erfitt er að átta sig á, að það séu í raun og veru dýr, enda þótt þau séu alveg við augað á manni og horft sé á þau. Þeir, sem hafa lesið dýrafræði, kann- ast við förublöð og förustöngla. Hvorttveggja eru skordýr, sem iifa meðal annars í Suður-Evrópu. Þau eru ákaflega hægfara, Jifa alltaf á greinum og blöðum, og líkjast þeim svo mjög, bæði að lit og lögun, að það þarf mjög glöggt auga til þess að taka -eftir þeim, og fullvissast um, að þau séu lifandi skordýr, en •ekki plöntuhlutar. Á mörgum fiðrildum, sem lifa í heitu löndunum, er yfir- bo'rð vængjanna skreytt sterkum litum, en neðra borðið, sem ^veit út, þegar dýrið situr og hvílir sig, líkist helst visnu blaði, ;gul- og brúnflekkótt á lit. I skápum náttúrugripasafnanna er litur vængjanna mjög áberandi, en í heimkynni dýranna, í skógnum, er varla mögulegt að sjá þau. Hér við bætist að þessi fiðrildi líkjast blöðum að lögun og stærð og blaðaliturinn er svo nákvæmlega hermdur á neðra borði vængjanna, að þar sýnist miðtaug og fíngerðar hliðartaugar, alveg eins og á blöðunum. Á þessum visnu og hálfvisnu blöðum, sem liggja við fætur trjánna, liafa ýmsir hringmyndaðir, svartir svampar tekið sér bólfestu. Ætla mætti, að á þessum svömpum mætti þekkja blöðin, en fiðrildin hafa séð við því, því einmitt svona svartir, kringlóttir blettir, alveg eins og svamparnir, eru á víð og dreif um væng- dna. Það gefur að skilja, að dýr, sem svo fullkomlega hafa hermt útlit þess umhverfis, sem þau ferðast í, þurfa lítið að óttast alla þá óvini, sem þeim annars myndi stafa hætta af. En ennþá merkilegra er hitt, að einmitt sömu leiðina hafa ýms ,,rándýr“ valið, til þess að ginna bráðina. Sumar áttfætlur (liðdýrahópur sá, sem m. a. köngulærnar teljast til) líkjast full- komlega hvítum blómknöppum, |sem eru að því komnir að springa út. Þetta virðast þær líka kunna að hagnýta sér, því þær sitja einmitt á þeim hlutum plantnanna, þar sem blómanna •er að vænta, svo bráðin á sér einskis ills von, þegar hún flýgur •ióafvitandi beint í fang óvininum. Á Austur-Indlandi lifir skor-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.