Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 18
48 NÁTTÚRUFR. skilnaður verði af völdum rándýra eða manna, að „geldfugl- arnir“ „hlaupa í skörðin“, taka að sér uppfóstur unganna, eða jafnvel fari að verpa, hafi eggjunum verið rænt. Inni á heiðum og öræfum, einkum á lágheiðunum og þar, sem nær dregur byggðunum, eru víða gróðurblettir umhverfis vötn eða meðfram ám, eða víðáttumiklir flóar og fen, vaxin fífu og öðrum norrænum mýragróðri. Er þar af jafnaði talsvert af fuglum. Verpa þar endur, álftir, gæsir, nokkrir vaðfuglar o. fl. Fuglalíf þetta er ennþá að mestu órannsakað, nema á stöku stað nærri byggðum og meðfram hinum fjölfarnari fjallvegum, en hvergi þó til nokkurrar hlítar. Uppi á hálendinu hafa fugiarnir meira friðland en niðri í sveitunum, í sambýlinu við mennina, — verstu rándýr jarðarinnar. í óbyggðunum eiga þeir fáa óvini og fæsta verulega skæða. Tófan er að vísu vágestur talsverður, þar sem hún er á ferð, en vart stafar fuglunum nokkur útrým- ingarhætta úr þeirri átt. Ránfuglar eru stórum færri hér á landi ■en víðasthvar annarsstaðar og eru þeir engu síður um láglend- in, en hið efra í óbyggðunum. Þar sem fuglar fá að lifa í friði ■óáreittir af mönnum, verður ekki séð, að þeim stafi nein hætta af öðrum óvinum, svo að orð sé á gerandi. Ránfuglarnir einir ■saman, geta naumast útrýmt nokkurum þeim fuglategundum, sem þeir hafa að bráð. Sumar fuglategundir geta ekki þrifizt nema á stöku stað í landinu, — eru bundnar við sérstök lífsskilyrði og lifnaðarháttu; t. d. fer það mjög eftir gróðri og lágdýralífi ein- stakra landshluta, hvort sumar spörfuglategundir vorar geti hafzt þar við. Þá eru aðrar tegundir, sem geta víðar verið, þótt þeim þyki betra á einum stað en öðrum, og eru færar um að haga sér ■eftir staðháttum, eða venja sig við breytta lifnaðarháttu. Þannig ■er því varið með gæsirnar yfirleitt. Þær eru sýnilega mjög vitr- ar skepnur og „vel af guði gerðar“, sem verður sjaldan ráðafátt að búa svo um sig, að þeim sé viðvært á þeim slóðum, er þær hafa valið sér bólfestu. Það er t. d. alkunnugt, að algengasta grá- gæsin okkar (Anser anser, (L.)) verpir helzt á kjarri vöxnum eyr- um, eða eyjum og hólmum í ám og vötnum. Séu þessir staðir vaxn- ir víði, eða smá skógarkjarri, getur hún ekki á betra kosið. Þó verður hún oft að forðast svona varpstaði, ef þeir eru of nærri mannabústöðum, eða ef hún hefir orðið þar fyrir illum búsifjum af þeirra völdum. Flýr hún þá stundum út á auðnir og hálfgerð- ar gróðurleysur, allfjarri mannaferðum, þótt hún síðar þurfi að fara langan veg og hættulegan með ungana sína niður að ánni. .sem hún var neydd til að flýja. Á ofanverðum Rangárvöllum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.