Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 10
40
NÁTTÚRUFR.
Vegna þess, hve rostungurinn er í ýmsu tilliti framúrskar-
andi einkennilegur, eru lítil líkindi til þess, að menn geti ruglað
honum saman við nokkura aðra skepnu (nema, ef menn hyggðu
hann vera eitthvert skrýmsli — og það mun hafa komið fyrir, er
um Papós-rostunginn var að ræða), svo óhætt mun yfirleitt a5
taka trúanlegar alþýðlegar sögur um komur hans hingað.
B. Sæm.
Skynsamír fískar.
Mig minnir, að það væri í amerísku tímariti, að eg las frá-
sögn um mann, sem hafði fyrir vana að gefa fiskum í tjörn nokk-
urri, kl. 12 á hádegi á hverjum degi. Nú var tjörninni þannig í
sveit komið, að meðfram henni lá járnbraut, og eftir járnbrautinni
fóru m. a. tvær lestir rétt fyrir hádegi, önnur 15 mínútum fyrir
tólf, en hin fimm mínútum fyrir tólf, og létu báðar mikið í sér
heyra, þegar þær fóru framhjá. Það merkilegasta við þetta allt.
saman var nú það, að þegar fiskarnir voru orðnir vanir miðdeg-
isverðinum og lestunum, notuðu þeir hávaðann í síðari lestinni
sem merki um það, að nú skyldi borða, þá söfnuðust þeir saman
á staðinn, þar sem matarins var von. Á hinn bóginn létu þeir
hávaðann í fyrri lestinni, sem aðeins fór tíu mínútum á undan
hinni, ekkert á sig fá, henni gáfu þeir engan gaum. Maðurinn
hætti nú við að gefa þeim í nokkra daga, hvern daginn eftir ann-
an safnaði hávaðinn í síðari lestinni þeim árangurslaust á mat-
stöðvarnar, svo þeir vöndust smám saman af því aftur, að gefa
hljóðinu gaum, og nota það sem: „gerið svo vel“. Á þennan hátt
varð séð, að fiskarnir hafa sett hávaðann í lestinni og máltíðina.
í orsakasamband hvað við annað. Enda notuðu þeir lestina aft-
ur sem fyrirvara, þegar maðurinn tók að gefa þeim reglulega á.
ný. —
Á. F.