Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 16
46 NÁTTÚRUFR. Helsingi er dregið af helsi, þ. e. hálsband eða eitthvað því um líkt. Þar eð þetta er gæsa heiti, leiðir það af sjálfu sér, að það á ekki við um grágæsir, sem eru fljótt á litið að mestu ein- litar, og hálsinn á þeim í litlu frábrugðnari að lit en aðrir hlut- ar búksins. Helsingja heitið er einnig viðhaft sem samnefni allra svartgæsa (Branta), en á þó ekki vel við um þær allar. Upp- runalega hefir það líklega verið heiti einnar tegundar (eða tveggja), sem hefir hvíta þver-rák beggja megin utan á háls- inum (Branta bernicla) og tilsýndar er að sjá sem hvítt háls- band á fuglinum. Svartgæsir eða helsingjar eru flestir tvílitir, þ. e. mósvartir hið efra, en hvítir um búkinn hið neðra. Nú orðið er báðum fuglaheitunum, grágæs og helsingi, ruglað svo saman af almenningi, að gæta verður hinnar mestu varúðar, að því er snertir allar upplýsingar um háttu þessara fugla víðsvegar um landið. Meðal erlendra fræðimanna, sem lagt hafa stund á að kynna sér fugla hér á landi, er litlu betur ástatt um þekkinguna á ís- lenzkum gæsum, en að framan getur. Þeim ber engum saman um það, hverjar gæsir beri að telja hér al-innlendar, þ. e. verpi hér, og hverjar sé aðeins staddar hér sem gestir á ferðalagi, farand-farfuglar (passage migrants, Durchzugvögel). Nær þekk- ing sumra þeirra, um þetta atriði, lítið eða ekki lengra en margra athugulla manna innlendra. Það er algengt í erlendum ritum um íslenzka fugla, að reka sig á setningar líkt og þessar: „Islenzku gæsirnar eru ennþá óráðin gáta“, — „hafa ætíð verið mér ráð- gáta“, — eða „þekkingin á íslenzkum gæsum, er öll í molum og einn hrærigrautur“, o. s. frv. (sbr. rit H. H. Slater’s, Bernh. Hantsch’s, M. Hachisuka o. fl.). Þetta síðasttalda er því miður allt of satt, — þekkingin er öll í molum. f fljótu bragði virðist þetta all-einkennilegt, er jafn-margir menn og mætir, hafa um þessi efni fjallað. En við nánari athugun virðist skýringin á þessu vera sú, að fullkomin rannsókn á fuglalífi landsins hefir aldrei farið fram, að því leyti, að landið hefir aldrei verið rann- sakað allt; stór svæði hafa algerlega orðið út undan, og um þau er ekkert vitað með nokkurri vissu. Engir þeirra, er við þessi efni hafa fengizt síðastliðin 100 ár*), hafa varið nægilegum tíma eða fyrirhöfn til rannsókna á þeim slóðum, sem einna nauðsyn- legast og sjálfsagðast var að rannsakaðar yrðu. — Heiðarnar og öræfin víðsvegar um hálendið hafa algerlega orðið útundan. *) Síðan P. Faber dvaldist hér á árunum 1818—1821.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.