Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 27
NÁTTÚRUPR. 57 halda hann ránfugl. Af slöngumi eru: tíl' eiturslöngur, og eitur— lausar slöngur. Fá eru þau dýr, sem hafa hugrekki til þess a5 ráðast á eiturslöngurnar, enda er lífið í veði. En margar eitur- lausar slöngur hafa tekið á sig gerfi eiturslanganna, svo það er annað en gaman að þekkj.a þær í dulargerfi sínu, og þess. vegna eru þær látnar óáreittar.. Kynferðislitirnir. Það er alkunnugt um fuglana, að. karl- fuglinn er oft allt öðru vísi á litinn.en kvenfuglinn. Vanalega er karlfuglinn miklu skrautlegri, þó einkum um varptímann.. Kvenfuglinn líkist mjög umhverfinu, liturinn er vanalegast grá- eða brúnleitur, það er líklega hinn upprunalegi litur tegundar- innar. Litur karlfuglanna, sem. oft er mjög fagur, er aukageta, sem tegundin leyfir sér. Ef til vill miða skrautlitirnir til þess, að draga athygli óvinanna að karlfuglinum, en frá hreiðrinu, alveg eins og kvenfuglinn er samlitur umhverfinu, ekki síst til þess að leiða frá sér athygli, þegar hann liggur á eggjum. Hjá fuglategundum, þar sem karlfuglinn klekur eggjunum, er hann allt af lítið áberandi, hann hefir lagt skartið á hylluna, og val- ið sér samlitnina til varnar. Litirnir í jurtaríkinu. Ef við gefum einhverju stóru, fal- legu blómi nánar gætur, verðum við þess vör, að fjórir aðal- hlutar þess eru hin vanalega grænu bikarblöð yzt, þá koma hin litfögru lcrónublöð, svo margir mjóir þræðir, með knöppum á. endanum, fræflarnir, sem framleiða frjóið, og allra innst eru frævurnar, sem mynda eggin. Frævurnar og fræflarnir eru lítið áberandi, og þó eru þau þýðingarmestu hlutar blómsins, þau framleiða kynsellurnar, sem renna saman og mynda upp- haf nýs einstaklings. Sum blóm eru tvíkynja (hafa bæði fræfla og frævur), en önnur einkynja (í þeim eru annaðhvort fræflar eða frævur, en ekki hvortveggja). TVíkynja blóm geta frjóvgað sig sjálf, þ. e. frjóið ur fræflunum getur runnið saman við egg frævanna. Margt virðist þó benda á, að heppilegra sé hitt, að hvert blómið frjóvgi annað, eða hver plantan aðra, enda er það eina leiðin hjá plöntum, eða blómum, sem einkynja eru. En frævunina (það er flutningur frjósins frá karlplöntu til kven- plöntu) er einmitt eitt af erfiðustu viðfangsefnum plöntunnar, því hún er staðbundin, og verður því að eiga flutning frjókorn--

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.