Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 31
KÁTTuKUFR. 61 rvar eftir því meiri en 121° R. Nú stakk eg mælunum hlið við hlið ■ofan í hæfilega heita uppsprettu, með þeim óvænta árangri, að nr. 2 sýndi +i'57°, þegar nr. 3 stóð á + 1114°. Eftir því átti hit- inn í Strokk að vera (86 + 57 + ll+a) 154+2° R- = 193° C. = .37914° Fahr. Því miður gat eg ekki endurtekið þessa tilraun, því .að eg hafði ekkert kvikasilfur handbært til að fylla mælinn, sem tæmdur var. Þegar liðin var hálf klukkustund frá því að eg gerði þessa ttilraun, byrjaði nýtt gos í Strokk. Var það gos svipað því, sem eg sá um morguninn, að því fráskildu, að hann herti nokkrum ;sinnum á sér milli tveggja aðalgosanna, og varpaði vatnsgusum 8—10 álnir í loft upp. I þetta sinn heyrðust heldur engar neðan- jarðardunur frá Geysi. Ef til vill koma þær aðeins, þegar hvera- ^kálin er full af vatni og vatnsþunginn þrýstir að gufunum niðri í djúpinu, svo að þær komast eftir neðanjarðarsprungum inn í tæmd iður Strokks. Vatnið í Strokk kólnar svo í gosunum, að menn þola vel að 'lokum að stinga hendi inn í vatnsbunurnar. Þar á eftir hitnar vatn- ið smám saman, og þegar mæling sú var gerð, sem áður er getið, — rétt áður en gosið byrjaði —, er líklegt að vatnshitinn, sem imælirinn sýndi, hafi verið sem næst því hæsta, sem hann getur orðið í Strokk. Ef einhver síðarmeir vill endurtaka mælingu þessa, :getur hann ekki vænzt að komast að sömu niðurstöðu, nema hann framkvæmi mælinguna stuttu á undan gosi. Það væri annars mjög fróðlegt að athuga hækkun þá, sem verður á hitanum í hvernum milli tveggja gosa, og endurtaka títt mælingarnar með jöfnum millibilum. f þetta sinn var mér það ekki mögulegt. Það sem eftir var dagsins, notaði eg til að safna steinum í nánd við Geysi og kynna mér jarðlögin þar í grennd, eftir því sem tími vannst til. Klukkan 9 um kvöldið fór eg frá Geysi og hafði þá dvalið þar 22 ístundir; ástæðurnar voru þannig, að eg varð að halda för minni .áfram fyrri hluta komandi nætur. Hr. W. . .* hefir áreiðanlega vonað að hann gæti búið sér stór- fenglega sjón; en hann fór of langt og honum misheppnaðist alger- lega það sem hann ætlaði sér. Bóndinn á Laugum hafði látið telja * Þessi kafli stendur neðanmáls hjá höf., þar sem sagt er frá að útlendur ferðamaður hafi brotið skarð í skálarbarm Strokks( sbr. síðasta hefti N.fr. íbls. 4), þótti bezt að taka hana upp í meginmálið, á eftir aðalgreininni. (Utgef.)

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.