Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 14
44 NÁTTÚRTJFR. ama matmóðurinnar, eyða honum smám saman, og valda þá oft. sjúkdómum og dauða. En það er þeim sjálfum fyrir verstu, þvl ef matmóðirin deyr, er þeim einnig hætta bú- in. Þá er mikið til af sníkjudýrum, sem eig- inlega eru skaðlaus, af því þau eyða ekki lík- ama matmóðurinnar, heldur keppa við hana. við matborðið, með því að hirða nokkuð af þeirri fæðu, sem henni var ætlað. Þannig er því varið um mjög marga orma, sem sníkja í. líkama mannsins, t. d. bandorminn. Hann gerir líkamanum í sjálfu sér ekkert tjón, a. m. k. ekki beinlínis, en hann torgar miklum hluta þeirrar fæðu, sem líkami mannsins; hefir tilreitt handa sjálfum sér, svo ekki er að furða, þótt sá, sem með orminn gengur, sé; magur ásýndum. Sníkjudýrin vaða í mat,. líkami þeirra er umkringdur mat á alla vegu. Þeim er því ekki hætt við að deyja úr hungri.. Annan hagnað hafa þau líka fram yfir þær tegundir, sem afla sér viðurværis á annan. hátt, og hann er sá, að þeim er vart hætta, búin af völdum óvina. Maturinn, þ. e. lík- ami matmóðurinnar, myndar skíðgarð utair um þau á alla vegu, skíðgarð, sem engum er- kleyft að vinna. En hverju hafa sníkjudýrin orðið aði fórna, til þess að öðlast þessi hlunnindi?.' Eru þau í rauninni öfundsverð, af þeim kost- 4. mynd. Fófsmuga. Um, sem þau eru aðnjótandi? Já, það verður nú líklega álitamál. Líf þeirra er tilbreytingarlaust með öllu, þau. lifa í eilífu myrkri, í eilífri kyrrð, ef til vill hafa þau enga með- vitund, enga gleði og enga sorg. Allt í lífi þeirra er dimmt, dap- urt og tilbreytingarlaust, um þau má segja, að þau fljóti sofandi að feigðarósi, því einnig hreyfingarnar eru þeim oftast nær bann- aðar. Aldrei njóta þau þeirrar gleði, sem flestum lifandi dýrunx er ásköpuð, að finna máttinn í sér fólginn, máttinn til að starfa, löngunina til að lifa, og til hvers væri að finna slíkan mátt, þeg- ar ekki er hægt að svala honum með því að hreyfa sig. Þannig- hafa sníkjudýrin orðið að fórna flestri þeirri gleði, sem lífið hefir- að bjóða, fyrir þetta tvennt, matinn og öryggið. Auk þess hafa sníkjudýrin við erfiðleika að stríða, erfið-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.