Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 8
38 NÁTTÚRUFR. suður á bóg-inn, líklega á ísjökum, sem að lokum bráðna undan honum og svíkja hann, svo að hann verður að leita næstu landa, til þess að fá sér björg, en hana tekur hann á sjávarbotni, á grunn- sævi. Á þennan hátt getur hann borist all-langt suður, til Skandi- navíu, Bretlandseyja og suðurstranda Norðursjávar og hingað til lands. En við þessi lönd hefir hann ekki átt heima síðan á jökul- tíma. Og rostungar (rosmhvalir) þeir, er gáfu landnámsmönnum ástæðu til að gefa yzta hluta (,,tá“) suðurkjálkans nafnið Rosm- hvalanes, hafa að sjálfsögðu verið aðvífandi, eins og þeir rost- ungar, er sjást hér nú á dögum. Rostungar hafa að líkind- um sýnt sig hér við og við síð- an á landnámstíð og stundum er þess getið í annálum, eða öðrum fornritum. I>orv. Thor- oddsen hefir, í íslandslýsingu sinni hinni meiri, II. bd., 466. —471. bls., getið hins helzta nm komur rostunga hér að landi frá elztu tímum og til loka síðustu aldar, og skal ekk- ert af því endurtekið hér. Að- eins skal eg bæta við tveim dæmum, sem hann getur ekki um, en eg hefi nýlega fengið að vita um, með góðri heimild. Hið fyrra var rostungur, sem unninn var á Brimnesi við Seyðisfjörð, árið 1844 eða 1845. Þegar hans varð vart, smíðaði maður nokkur, Sigurður að nafni, sveðju í mesta flýti, réðist að rostungnum, þar sem hann lá uppi á klöpp, og lagði hann í bóg- inn. Steypti rostungurinn sér í sjóinn og hvarf, en hann rak dauð- an, með sveðjiuna í sér, 2—8 dögum síðar. Hið síðara var rost- ungur, fer hafði í 6 vikur samfleytt sézt við Knararnes á Mýr- um árið 1882 eða þar um bil, en hvarf án þess að á hann væri ráðist. — Rostungur. Á þessari öld veit eg aðeins 3 dæmi þess, að vart hafi orðið við rostung hér við land, án þess það hafi komist í hámæli (nema hið síðasta). Fyrsta dæmið var rostungur, sem sást um hríð í júní og júlí 1911 við Papós og Vestra-Horn. Fékk eg fyrst að vita það hjá skipstjóranum á „Perwie“, er þá hafði strandferðir við S- og A-strönd landsins, og síðar hefi eg fengið ítarlega skýrslu um þennan atburð frá Birni Eymundssyni í Lækjanesi í Nesjum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.