Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFR. 43 mauki, en lirfan, sem hún fergjaði inn í magann, syndir þar ánægð og hlakkandi innan um allskonar sælgæti. Nú byrjar hið eiginlega líf hennar, hún tekur til starfa. 1 maganum kann hún illa við sig þegar til lengdar lætur, þar er bara fyrsta áfang- anum á vegferð hennar lokið, brátt fer hún að grafa sig inn í maga- vegginn, og kemst loks út í blóðið. Eftir vel unnið starf nýtur hún nú hvíldar, og lætur blóðstrauminn bera sig um líkamann, og loks sezt hún að í bandvefnum undir húðinni neðst í fætinum. hað er merkilegt fyrirbrigði að hún skuli taka sér bólfestu ein- mitt þar, þegar þess er gætt, að þar og hvergi annars staðar get- ur hún gert sér von um að koma ungunum í vatn, þegar svo langt kemur, því ekki baðar negrinn sig á hverjum degi, og óvíst er hver yrðu afdrif lirfunnar, þótt hún kæmist út í baðker, freiðandi af sápu. Slíku hefir náttúran að minnsta kosti ekki gert ráð fyrir. Hjá fólki, sem ber vatn í strigapokum á bakinu í Indlandi, tekur lirfan sér bólfestu í bakinu undir húðinni. Það hefir því verið álitið, að hún kæmi alls ekki með krabbaflónni inn í líkamann, heldur boraði sig í gegn um húðina, og tæki sér bólfestu þar sem hana bæri að, en færi ekki út í blóðið. Hitt er þó talið lík- legra, að hún berist líkamanum með drykkjarvatninu, á þann hátt, sem áður er ntöfnt, en dragist svo einkum til þeirra líkams- hluta, sem líklegast er að vökni. Margt er ennþá ókunnugt um lifnaðarhætti fótsmugunnar. Ekkert hefir t. d. orðið kunnugt um það, hvar og hvenær æxlun á sér stað. Ormarnir, sem þegar hefir verið lýst, eru allt saman kvendýr, mjóir sem þráður, en allt að því meter á lengd. Karldýr- in eru miklu minni, varla lengri en fjórir sentimetrar, og alger- lega meinlausir að því er menn vita. Frá alda öðli hafa menn þekkt fótsmuguna, en það er all- skammt síðan sannað var að hún er dýr, og ennþá seinna varð það ljóst, að hún er ormur. Áður var það haldið, að hún væri dauð syn eða þess háttar, sem líkaminn þyrfti að losna við, aðrir héldu að hún væri „óhreint blóð“, ónýtt gall, og svo fram eftir götunum. — Fótsmuguna er aðeins hægt að losna við á einn hátt, með því að draga hana út úr fætinum, eins og negrarnir gera. Mikill og fjölskrúðugur hópur dýra nefnist einu nafni sníkju- dýr, af því að þau hafa tekið sér bólfestu í eða á líkama annarra dýra, fótsmugan er eitt af þeim. Lífið í líkama annarra dýra hefir marga kosti að bjóða. í fyrsta lagi er sníkjudýrunum vanalega alveg borgið hvað matinn snertir. Þau nærast mjög oft á lík-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.