Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 33
NÁTTÚRUPR. 63 uga „Berlínarfroska“, 0g Daninn tók með sér fjörutíu. Það var búið um dýrin í kössum, með götum á hliðunum, svo þau köfn- uðu ekki, kassarnir voru fóðraðir með hálmi. Þýzku froskarnir voru hafðir sér í kassa, og þeir dönsku sér. Svo var lagt af stað með „Botníu“. fræknasta skipi, sem þá gekk á straumunum til íslands. Fyrstu nóttina, sem skipið var í sjó, dóu þrjátíu og átta af dönsku froskunum, líklega af einhverjum næmum sjúk- dómi, sem stýrimaður skipsins hafði kallað heimþrá. Flestum hinum froskunum vegnaði vel, þeir komust hér á land með heilu og höldnu flestir ef ekki allir. Froskar. Það var í fyrstu ætlunin að sleppa froskunum við Þingvalla- vatn, en úr því varð þó ekki, því bæði var, að ferðamennirnir áttu ekki leið þar um, og svo var flutningurinn þangað talinn of áhættumikill. Þeim var því sleppt nálægt Laugunum við Reykja- vík, 19. júní 1895, og spáðu sumir því, að þetta ár myndi verða merkisár í sögu íslands, a. m. k. fyrir flugur og mýflugur. En því miður varð afkoma froskanna verri, en búizt var við, að vísu lifðu sumir þeirra fyrsta veturinn, og ef til vill lengur, en áður en langt um leið, voru þeir allir úr sögunni, og ísland var nú aftur jafn-snautt að froskdýrum og áður hafði verið. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.