Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 24
54 náttCtrufr. lausu merkur Síberíu, leynist hann í barrtrjánum, og lifir þar á fræjum og fuglum. Annað dæmi er sauðnautið, sem eins og kunnugt er, lifir í heimskautalöndum Ameríku (og á Græn- landi). Allt árið heldur það hinum dökkbrúna lit, enda þótt alt landið í kring sé þakið drifhvítri mjöll. Skýringin er líklega sú, að sauðnautið lifir í hjörðum, og hugað eins og það er, er það ekki heiglum hent að raska ró flokksins. Þá má ekki gleyma hrafninum. Hann er alsvartur allt árið, hann er nægilega stór og ístöðumikill til þess að trúa á mátt sinn og megin, honum er óþarfi að taka á sig felugerfi, eins og rjúpan, eða klæðast ósýnilegum herklæðum eins og ísbjöminn, því að hann er ekki ránfugl. Á dýrum norðlægra landa, er hvíti liturinn algerlega yfir- gnæfandi, einkum á veturna. En komum við til annarra, fjar- lægra landa, þar sem snjórinn er óþekktur, eða mjög sjald- gæfur, verður annað uppi á döfinni. Á eyðimörkum eru flest dýr guleit á litinn, alveg eins og sandurinn og klappirnar. Þannig er Ijónið, úlfaldarnir, margir antilopar, ýmsar tegund- ir af villtum köttum og hundum, og mörg önnur dýr. Hinir miklu laufskógar heitu landanna eru sígrænir, þeir fella ekki laufið í einu, eins og norðlægir skógar, þegar þeir klæðast vetrarbúningi, heldur smátt og smátt. í fullu samræmi við þetta eru fuglar þeir, sem lifa í þessum skógum, eins og t. d. margir páfagaukar, mikils til algrænir. Það mætti nú halda áfram, og nefna fjöldamörg fleiri dæmi upp á dýr, sem eru samlit umhverfinu, og alstaðar er það augljóst, að hvaða gagni samlitnin kemur. Hér má bæta því við, að mörg dýr, sem mest eru á ferli á nóttunni, eru meira eða minna dökk á lit, að minsta kosti að ofan, þannig eru t. d. mýs, rottur, leðurblökur, moldvörpur og ýmsar uglur. Ýms dýr, sem lifa í sjónum, t. d. marglyttan, eru svo að segja alveg gagnsæ, enda er þeim mörgum hverjum þess brýn þörf, að sem minst beri á þeim, því þau geta litla vörn sér veitt. Loks eru fiskarnir langflestir dökkir að ofan en ljósir að neðan. Fuglar og aðrir óvinir, sem steðja að þeim að ofan, eiga erfitt með að sjá þá, vegna þess að þeir líkjast sjónum, en ránfiskar, sem sækja að þeim að neðan, geta varla greint þá frá birt- unni og sævarlöðrinu.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.