Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 28
58 NÁTTÚRUFR. anna undir öðrum. Tvenn eru þau farartæki, sem plönturnar nota fyrir frjóin, nefnilega vindurinn og dýrin. Vindurinn fræv- ar allar fræplöntur með óásjálegum blómum, þessar plöntur framleiða ósköpin öll af frjókornum, svo nóg sé fyrir vanhöld- um, og vaxa oft í miklum breiðum (t. d. grösin) til þess að tryggja frævunina. Hjá þessum plöntum eru bikarblöðin og krónublöðin kynblöðum plöntunnar til hlífðar. En fjöldinn allur af plöntum, nefnilega allur sá aragrúi, sem ber ásjáleg blóm, frævast af skordýrum, og það er nú saga að segja frá því. Skordýrafrævunin hefir þann kostinn, að hún er tryggari en vindfrævunin, og þess vegna hafa hinar æðri plöntur almennt sókst eftir henni. Aðalatriðið fyrir blómið er þetta, að láta dýrin flytja frjóið frá einni plöntu til annarar, en hvernig á að fá þau til þess. Þennan vanda hafa blómin leyst með því, að framleiða varning, t. d. hunang, sem skordýrunum finnst eftirsóknarverður, og svo er þannig búið um hnútana, að meira eða minna af frjóinu tollir við þau, er þau fljúga á næsta blóm, en það yrði of langt mál að rekja hér. En hvernig í dauðan- um geta nú skordýrin vitað í hvaða blómum er hunang, þar sem fjöldi blóma frævast af vindi, og gera því ekkert til þess að hæna skordýrin að? Jú, það er með blómin eins og beztu kaup- síslumenn, þau láta sér ekki nægja að framleiða vöruna, þau auglýsa hana einnig, og á þessu sviði taka þau litina í sína þjón- ustu. Litur blómanna er einungis til þess að hæna skordýrin að, rákirnar á krónublöðum margra plantna, er leiðbeining um hvar hunangið er að finna. Merkilegt er það, að litur blómanna fer mjög eftir því, af hvaða skordýrum, eða skordýraflokkum blómin frævast. Hvít blóm frævast mjög af skordýrum, sem eru á flökti á nótt- unni og kvöldin, rauðleit blóm frævast mikið af dagfiðrildum (fiðrildum, sem eru á flökti á daginn), blá blóm af býflugum, gulleitt blóm af fuglum, o. s. frv. Strax er frjóvgun hefir átt sér stað, breytir blómhlífin lit, verður óásjálegri og fellur loks af, plantan hefir nú náð tilgangi sínum, auglýsingin er því tekin niður, svo skordýrið eyði ekki tímanum í að heimsækja það til einsk- is, heldur haldi sér að öðrum einstaklingum sömu tegundar, eða öðrum blómum á plöntunni, sem ennþá eru í æsku. Blómin verða að heita á hjálp dýranna til þess að flytja frjóið á milli. Þegar frjógun er lokið, myndast fræ og aldin, en þá er að koma þeim út í heiminn, eins langt frá móðurplöntunni og hægt er, fræin eru vísar nýrrar kynslóðar, sem á að vinna ný

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.