Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 19
náttGrttfk. 49 verpir hún stundum uppi í sandorpnu hrauni, gróðurlitlu, vegna hess að hún hefir ekki haft friðland niður við Rangá, þar :sem hún þó hefði helzt kosið að vera. í Noregi er þessi gæsarteg- und algeng sumstaðar, en þar hefir hún eins og hér orðið að flýja hvern varpstaðinn öðrum betri. Norðanfjalls í Noregi verpur hún nú aðeins úti í óbyggðum eyjum og skerjum úti við hafsauga, yzt í skerjagarðinum úti fyrir ströndinni. Hefst hún þar við með- an ungarnir eru að vaxa upp og hún sjálf er í „sárum“, þegar liún hefir fellt flugfjaðrirnar, síðari hluta sumars. Á daginn sitja gæsirnar niður við flæðarmálið og synda óðara langt lit á sjó með ungana, ef styggð kemst að þeim. Á nóttunni fara þ>ær upp um eyjarnar og reita þar í sig gras og annan þann gróður, er þær telja ætan og þar er að fá (Collett). Þessir ein- kennilegu lifnaðarhættir hafa sett sérstakan svip á þessa gæs, svo að auðvelt er að þekkja norsku gæsirnar frá öðrum gæsum þessarar tegundar, það er, — hún er orðin að sérstöku afbrigði •eða undirtegund (subspecies). Fáum mundi og hafa dottið í hug, að gæsirnar færu að taka upp á því að verpa í hömrum 0g björgum, líkt og b.jargfugl. Þó er það satt. Helsingjarnir, :sem hér koma haust og vor, verpa aðallega í Norðaustur-Gi’æn- landi og víðsvegar annarsstaðar um heimskautalöndin. Fyrir nokkurum árum síðan, dvaldi danskur maður, A. L. V. Man- niche*) að nafni, árlangt í Norðaustur-Grænlandi, við fugla- fræðislegar rannsóknir. Á einum stað þar norður frá hitti hann fyrir sér all-mikið helsingjavarp á afar einkennilegum stað, — það var framan í þverhnýptri fjallsbrún, mörg hundruð feta á Læð, og talsvert langt frá sjó. Urpu helsingjarnir þar á berg- syllum framan í hömrunum, talsvert ofar en í mið.iu bjarginu. Milli fjalls og fjöru var all-víðáttumikið undirlendi, reglulegt iáglendi, og talsverður gróður á stöku stað. Tjarnir og smá- vötn voru þar víða. Þar hefði því mátt ætla, að helsingjarnir diefðu átt fremur að leita sér bústaða, og það hafa þeir efalaust gert í fyrstu. En þar neðra var ekki allt sem sýndist. Þar hefir þeim ekki verið viðvært fyrir bitvarg. Refir, hreysikettir, úlfar •og ýmislegt annað ferfætt iliþýði var þar á ferð. Bjargið var því eini griðastaðurinn, sem um var að gera, eða flýja héraðið ella. En helsingjarnir hafa ekki viljað láta hlut sinn; landið •var gott að öðru leyti. 1 bjarginu varp margt annarra fugla, *) Hann var þátttakandi í rannsóknaleiðangri Mylius Eriksen’s — „X)anmerkur‘ ‘ -leiðangrinum svo nefnda, <á árunum 1906—1908. 4

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.