Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 7
JJÁTTÚRUFR. 37 koma fram, minnkar fæða sú, er mistilteinninn fær, og býr hann þar bæði sjálfum sér og gjafara sínum banaráð. Oft er það þó, að einungis greinar þær, er mistilteinninn sníkir á, deyja, og um leið og tréð losnar við greinina, losnar það við' hinn ókærkomna gest, og getur sjálft lifað lífi sínu í friði þar á eftir. Mistilteinninn getur ekki lifað án þess að sníkja, enda þótt hann afli sér nokkurrar fæðu með hinum grænu blöðum sínum. Hinsvegar er hann ekki bundinn við neina sérstaka trjá- tegund. Alls eru það um 50 tegundir lauf- og barrtrjáa, er- hann sníkir á. Mest eru það þó lauftré, og er hann séi'stak- lega áleitinn við lindi- og eplatré. Oft sinnis er það, að fjöl- mai'gir einstaklingar þessara sníkjugesta, taka sér bólfestu á sama trénu, og eru þau því jafnan vesælleg útlits á sumrin. En þegar vetra tekur og þau hafa varpað af sér laufskrúðinu, prýða hinir fagurgrænu mistilteinrunnar nakta stofna þeixra og greinar. En að síðustu verða þau gestunum að bráð. Af þessu má ráða, að mistilteinninn er skaði'æðisgripur í skógurn þeim, sem hann býr í. Heimkynni mistilteinsins eru í Mið- og norðanverðiú Ev- rópu. Nær allt norður í Mið-Svíþjóð. En víða fer honum hnign- andi. Veldur því bæði eðli hans, sem fyxr er lýst, og einkum hitt, að hann er notaður víða til jólaski'auts, og tekinn í því skyni í stórum stíl og seldur til borganna. Er þetta mjög hættu- legt viðhaldi tegundarinnar, því að ætíð eru þá valdir þeir ein- staklingar, sem fegui'stir eru og þroskavænlegastir. Þó er ekki. talin hætta á, að honum vei'ði útrýmt með öllu. Steindór Steindórsson. Rostungsheímsóknír síðarí árín. Fi'á því var skýrt í dagbl. „Vísi“ 2. mai'z þ. á., að rostungur hefði verið unninn í Vopnafirði 27. febr. í vetur. Síðan hefi eg fengið að vita, að það var á Vindfelli, utan til við sunnanverðan f jörðinn, að rostunginn bar að landi og var hann skotinn af bónd- anum þar, Ólafi Sæmundssyni. Það þykja ávallt tíðindi, ef vai't verður við rostung hér við' land, eða lengra suður, því að hann er reglulegt íshafs dýr, sem. á heima við strendur nyrztu landa jarðarinnar, en berst all-langt'

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.