Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 9

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 9
JJÁTTÚRUFR. 71 Farfaglar og fuglamerkíngar. i. Farfuglar og upphaf fuglamerkinga. Farfuglar, ferðir þeirra og aðrir hættir, hafa frá upphafi verið uppáhalds-viðfangsefni fuglafræðinga og annarra nátt- úruvina. Enda er það engin furða, því að hinar reglubundnu ferð- ir þeirra vor og haust eru tvímælalaust eitt af hinum eftir- tektarverðustu fyrirbrigðum í lífi fuglanna. Eins og kunnugt er, yfirgefa fjölmargar fuglategundir heimkynni sín í kaldari lönd- um á haustin, þegar fer að kólna, og sækja til heitari, oft mjög fjarlægra, landa. Þegar fer að vora, vitja þeir svo aftur átt- haga sinna. Kemur þá hver tegund, ár eftir ár, um mjög svip- að leyti, en komutími hinna ýmsu tegunda er mjög mismun- andi. Á ferðum þessum fara ýmsir fuglar óraleiðir. Margir, eins og t. d. allir íslenzkir farfuglar, verða að fljúga yfir út- höf, o. s. frv. Menn tóku snemma að gefa ferðum þessara fugla nánari gaum, og margir hafa fengizt við að rannsaka þær. Árangur af rannsóknum þessum var þó ekki ýkja mikill, enda höfðu menn við lítið að styðjast og urðu oft að láta sér nægja getgátur einar. Það var ekki fyrr en um aldamótin síðustu, eftir að farið var að merkja fugla, að skriður komst á þetta mál. Árið 1899 byrjaði danskur menntaskólakennari, Morten- sen að nafni, á því að merkja fugla. Auðkenndi hann fuglana með því, að hann festi málmhring með áritun og númeri um annan fót fuglsins. Á þennan hátt merkti hann t. d. stara, storka, endur og ýmsa sjófugla. Árangurinn af þessum tilraunum sín- um tók hann svo að birta jafnóðum. Varð þetta til þess, að ýmsir fóru að gefa þessum tilraunum gaum, og 1903 byrjuðu svo Þjóðverjar að merkja fugla fyrir alvöru. Byrjaði svo hver þjóðin á fætur annarri, og nú er svo komið, að í flestum menn- ingarlöndum eru fuglar merktir í stórum stíl, enda hefir árang- urinn, sem þegar hefir fengizt af merkingunum, fullkomlega sannfært menn um gildi þeirra. Þessi 30 ár, sem liðin eru, frá því að byrjað var að merkja fugla í Evrópu, hefir verið unnið ósleitilega. Árið 1927 voru t. d. í ýmsum löndum Evrópu merktir fuglar sem hér segir:

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.