Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 10
72 NÁTTtjRUFR. í Belgíu 80 í Júgóslavíu 137 - Danmörku .. 1700 - Noregi 200, Á Þýzkalandi .. . .. 41235 - Austurríki 200 - Englandi .... . . 21625 - Rúmeníu 25 - Eistlandi .... 698 - Rússlandi 3350 - Finnlandi . . . .. 2822 - Svíþjóð 5332 - Frakklandi . . 500 - Sviss 3006 - Hollandi . . . . .. 7600 - Tékkoslóvakíu . . 1215 - Lettlandi .... .. 2746 - Ungverjalandi . . 4513 Af öllum þeim fuglum, sem merktir hafa verið í Evrópu^ hafa hingað til náðst aftur 7000. Þær upplýsingar, sem með merkingunni fást um ferðir off hætti farfuglategundanna, eru t. d.: 1. Lega vetrarheimkynna hverrar tegundar. 2. Hverjar leiðir hver tegund fer fram og aftur. 3. Hversu hart þeir fara yfir á þessum ferðum sínum. 4. Hvort allir einstaklingar sömu tegundar (og frá sama liandi) fara sömu leiðir og dvelja í (sömu vetrarheim- kynnum. 5. Hvort ungar, kvenfuglar og karlfuglar einnar tegundar eru samferða á þessum ferðum, eða ferðast út af fyrir sig- Hvort það eru ungar, kvenfuglar eða karlfuglar, sem fara fyrst á haustin og koma fyrst á vorin. Um ýmislegt annað úr lífi fuglanna fæst vitneskja með merkingunni, t. d.: 1. Hvort þeir halda tryggð við átthaga sína. 2. Hvort þeir verpa í sama stað eða jafnvel í sama hreiðri ár eftir ár. 3. Hvort þeir leggja undir sig ný varpsvæði. 4. Hvað um ungana verður. 5. Hvað samheldni hjóna stendur lengi. 6. Hvenær hinir ungu fuglar verða kynþroska. 7. Hvenær ungarnir fá lit fullorðinna fugla og hvaða lit- breytingum þeir taka þangað til. Margt fleira er það, sem merkingin gefur upplýsingar um. Eg hefi hér aðeins tekið fram það helzta, til þess að benda mönnum á, hversu afar fræðandi merkingarnar geta verið. Og einn aðalkosturinn við allar þær upplýsingar, sem með merk- ingunni fást, er sá, að þær eru eins áreiðanlegar og frekast verður á kosið, enda er hver einasti merktur fugl, sem næst aftur, vísindaleg heimild, sem enginn getur véfengt.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.