Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFR. 73 Árangur af þessari 30 ára merkingarstarfsemi er, eins og þegar hefir verið tekið fram, allmikill orðinn. Menn hafa nú fengið fulla vitneskju um ferðir, vetrarheimkynni og aðra hætti allmarga algengra farfugla í ýmsum löndum álfunnar. í sambandi við þetta hefir og ýmislegt nýtt komið í ljós, sem menn áður hafði ekki rennt nokkurn grun í. Hér verður þó ekki farið frekar út í það mál, þó freistandi sé. II. Fuglamerkingar á íslandi. Island er legu sinnar vegna, sem afskekkt og einangruð eyja fjarri öðrum löndum, mjög vel fallið til í'annsókna á far- fuglum og ferðum þeirra. Allir þeir fuglar, sem á haustin leita frá Islandi til heitari landa, verða á leiðum sínum fram og aft- ur að fljúga all-langa leið yfir úthaf. Dvelja þeir svo vetrar- langt í þéttbýlum menningarlöndum, þar sem gera má ráð fyrir, að tiltölulega margir af þeim náist aftur, og um leið er mikil von um, að árangur verði góður. Einnig má telja víst, að allmikið af grænlenzkum farfuglum fari vor og haust um ís- land, þó að enn sé það órannsakað mál. Árið 1921 voru fyrst merktir fuglar á íslandi. Var það danskur maður, P. Skovgaard frá Viborg, sem gekkst fyrir þeim merkingum. Síðan hefir hann haldið áfram að láta merkja fugla á íslandi. Hefir hann til þess fengið ýmsa menn víðs- vegar um landið, einkum á Norðurlandi, í lið með sér. Árið 1930, 10 árum eftir að hann hóf merkingarstarfsemi sína, höfðu fyrir hans tilstilli verið merktir 4464 fuglar á íslandi, og þar af höfðu 125 náðst aftur. Er það hlutfallslega góður árang- ur, samanborið við önnur lönd. Hefir Skovgaard sýnt mikinn dugnað í þessu máli, og á hann þakkir skilið fyrir. Skulu hér taldir merktir íslenzkir farfuglar, sem náðst hafa aftur í öðrum löndum, og sagt frá því, hvar þeir náðust. Er þar farið eftir skýrslu, er Skovgaard gaf um rannsóknir sínar árið 1930. 1 máríatla (Motacilla a. alba (L.) : Settist á skip við Rockall hjá Skotlandi og náðist. 2 þúfutittlingar (Anthus pratensis (L.)): Annar náðist í Belgíu. Hinn skotinn á Spáni. 1 svartbakur (Larus marinus (L.)) :

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.