Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 16
78 NÁTTÚRUFR. og t. d. allmargar íslenzkar endur og fleiri íslenzkir fuglar. Þessir fuglar haga sér þannig, að nokkur hluti þeirra yfirgefur landið á haustin, en aðrir aftur á móti halda til við suður- og vesturströnd landsins allan veturinn. Merking staðfugla, eink- um þeirra, er halda sig á sömu slóðum allt árið um kring, og ferðast ekki einu sinni um innan landsins sjálfs, hefir ekki eins mikla þýðingu, nema von sé um, að með merkingunni fáist upplýsingar um ýmsa lifnaðarhætti þeirra, t. d. samheldni hjóna, tryggð við hreiður eða hreiðurstað, aldur o. s. frv. Helzt væru það þá fuglar, sem mikið væru veiddir, eða sem hægt væri að ná hvað eftir annað, sem slíkar upplýsingar væri hægt að fá um. Annars mun þeim, sem merkir, ekki veitast erfitt að skera úr því í hvert sinn, hvort merking muni hafa þýðingu eða ekki. — Mjög mikilsverð væri hjá okkur merking rjúp- unnar, ef henni fjölgaði eitthvað á næstu árum. Með merking- unni mundi ef til vill að einhverju leyti vera hægt að fá skýr- ingu á hinni einkennilegu fækkun hennar og f jölgun með vissu millibili. Að minnsta kosti ætti að vera hægt að skera úr því, hvort hún leitaði til annarra landa, t. d. Grænlands. — Mikils- vert væ'ri einnig að merkja steindepla og kríur. Um ferðir og vetrarheimkynni þessara tegunda hefir enn enginn vitneskja fengizt, og má þó búast við ýmsu merkilegu í sambandi við þær. Á hvaða aldri á að merkja fuglana? Sérstaklega mikilsverð er merking fullvaxinna fugla, sem hafa hættulegasta skeið lífsins að baki sér. Til að ná þeim eru notaðar ýmiskonar gildrur og net. — Merking unga er auð- vitað einnig mikilsverð, en útheimtir mikla varfærni. Unga, sem koma óþroskaðir úr egginu og yfirgefa ekki hreiðrið fyr en þeir eru orðnir fleygir, t. d. unga spörfugla og ránfugla, ætti aldrei að merkja fyrstu dagana eftir að þeir koma úr egginu. En það má heldur ekki merkja þá of seint. Ef þeir eru um það bil að verða fleygir, þá er hætt við að þeir stökkvi út úr hreiðrinu, og að erfitt verði að fá þá til að fara í það aftur. Hæfilegt er að merkja þá, þegar þeir eru farnir að fi'ðrast. •— Unga, sem yfirgefa hreiðrið strax eða skömmu eftir að þeir koma úr egginu, !t. d. unga vaðfugla, endur, máfa o. fl., er í flestum tilfellum óhætt að merkja hvenær sem þeir nást. Ung- ar þessara fugla hafa þá þegar svo digra fætur, að hringur- inn, sem auðvitað verður að vera nógu stór fyrir fuglinn, þeg- ar hann er orðinn fullvaxinn, getur ekki runnið niður af þeim.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.