Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 20
82
NÁTTÚRUPR.
Jafnvægísrösktm í náttúrunní.
Upprunalegur gróður og dýralíf hvers lands hafa á löng-
um tíma komizt í fastákveðnar skorður, svo að engra skyndilegra,
stórfelldra breytinga var að vænta, meðan loftslagsskilyrði eigi
breyttust. Það var því líkast, sem jurtir og dýr lifðu í lögbundn-
um félagsskap, og hefðu samið svo milli sín, að hver tegund
hefði ákveðið útbreiðslusvið og fjölgun hennar væri bundin
ákveðnum takmörkum, sem eigi röskuðust til nednna muna
meðan náttúran ein réði lögum og lofum.
Þegar mennirnir komu til sögunnar, raskaðist þetta jafn-
vægi oft skyndilega. Bæði gengu menn að því að eyða ýmsum
tegundum en hlynntu að öðrum, og auk þess hafa menn vilj-
andi’ og óviljandi flutt inn í ýmis lönd dýra- og jurta-tegundir,
sem eigi voru þar til áður. Hefir þessi íhlutun mannanna oft
stórlega raskað jafnvægi tegundanna, og stundum orðið til
óbætanlegs tjóns. Að eyða einni dýrategund í ákveðnu landi
eða flytja aðra inn, getur oft haft víðtækar og skaðvænar af-
leiðingar.
Fyrir nokkrum árum (1927) skýrði próf. Brinkmann i
Bergen frá nokkrum slíkum dæmum í ,,Naturen“. Eru sum
þeirra gamalkunn. Vegna þess að allmikið er um það rætt nú
á tímum, að flytja ýmsar nýjar dýrategundir til íslands, þykir
mér rétt að skýra frá nokkrum þessum dæmum, í þeirri von,
að þau geti orðið til þess, að hvetja menn til varfærni.
Á ýmsum eyjum í Vesturindíum, þar á meðal Jamaica,
voru rotturnar mesta landplága. Rottur höfðu fyrst flutzt þang-
að með skipum frá Evrópu. Kunnu þær vel við sig og leið vel
í sykurreyrsekrunum, og fjölgaði skjótt. Þá var algeng í eyj-
um þessum eiturslöngutegund ein, sem var mesti skaðræðis grip-
ur. Urðu rotturnar skjótt uppáhaldsfæða hennar og hamlaði
hún nokkuð fjölgun þeirra. En slöngur þessar voru hættulegar
mönnum, og var því gengið að því að útrýma þeim. Þegar slöng-
ur þessar voru úr sögunni, fjölgaði rottunum um allan helm-
ing. Um 1870 var tjón það, er þær unnu á hverju ári á Jamaica-
eyju einni saman metið á 2 milliónir króna. Þá fóru menn að
íhuga, hver ráð væru til að útrýma eða fækka rottunum. Árið
1872 hurfu menn að því ráði að flytja inn á Jamaica rándýr eitt
lítið, á stærð við lítinn kött, er kallast ,,mongús“ (Herpestes),
til þess að sigrast á rottunum. Voru 9 dýr sett þar á land, og allt