Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 21
NÁTTÚRUFR. 83 gekk í bezta lagi; mongúsunium fjölgaði fljótt, þeir átu rotturn- ar af svo mikilli græðgi, að þeim fækkaði stórum, og tjónið af rottunum, 10 árum seinna (1882), hafði minnkað um helming. En áhrif þessa nýja gests á eyjunum urðu víðtækari en ætlað var í fyrstu, og komu niður víðar en á rottunum. — Þegar mongúsunum tók mjög að fjölga og rottunum fækkaði, tóku þeir að leggjast á önnur dýr. Drápu þeir sér til matar grísi, lömb, ketti, hunda, slöngur, eðlur, fugla, gæddu sér á fuglaeggjum o. s. frv., og þeir herjuðu á öll þau dýr, sem þeir gátu ráðið við, og lagt sér til munns. Þegar liðin voru 20 ár frá því að mongúsarnir komu Itil eyjarinnar, voru þeir orðnir mesta landplága og voru bæði tömdum og villtum dýrum til stórtjóns. Þeir eyddu svo eðl- um, fuglum og öðrum dýrum, sem lifðu á skordýrum, að ýmsum skaðvænum skordýrum fjölgaði geysilega, og sumar þeirra tóku að gera mikinn skaða á gagnlegum jurtum, sem þar voru rækt- aðar. Yar tjón þetta af skordýrunum, auk annars, orðið svo al- varlegt, að 1890 var nefnd manna skipuð til að íhuga málið, og komst hún að þeirri niðurstöðu, að mongúsarnir gerðu margfalt meira tjón en rotturnar hefðu gjört, meðan þær voru sem flestar. I öðrum löndum, þar sem mongúsar höfðu verið fluttir inn, varð árangurinn svipaður. Á Hawaii-eyjum hafa þeir t. d. gereytt sér- kennilegum dýrategundum, sem eigi voru annarsstaðar til; tóku menn þar það ráð, að banna innflutning þeirra, og greiða verð- laun fyrir að eyða þeim. Árið 1858 var 4 kanínum frá Englandi sleppt á land í Ástralíu. Þar reyndust ágæt lífsskilyrði fyrir kanínurnar, og fjölgaði þeim stórkostlega. 1875 voru þær orðnar til svo mikils tjóns, að sett voru lög um að útrýma þeim .En engin ráð hafa til þessa dugað til að sigrast á þeim. Er fjöldi þeirra svo mikill, að þær eyða gróðri af víðum landsvæðum, og skilja við þau sem eyðimörk. Síðustu 25 árin hafa þær verið svo ágengar í Nýja-Suður-Wales, að bændur hafa orðið að fækka sauðfé um margar milliónir. 1 Suður-Ástralíu hafa verið settar upp 500 km. langar vírnetsgirðingar til að verjast þeim. Og einstakir bændur hafa sett kanínugirðingar um lönd sín. Við sumar þessar girðingar drápust kanínurnar af hungri í milliónatali, og hrannirnar af kanínuhræjunum urðu sumstaðar svo háar, að lifandi kanínur gátu stiklað á þeim yfir girðingarnar. Tóku því sumir það ráð, að setja aðrar girðingar innan við hinar. Reynt hefir verið að fækka þeim með eitri, en það hefir ekki dugað, þó mikið dræpist af eitrinu. Að vísu hafa menn í Ástralíu 4*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.