Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 22
84
NÁTTÚRUFR.
haft talsverðar tekjur af kanínuskinnum. Árið 1917 voru flutt
út frá Nýja-Suður-Wales 30 milliónir kanínuskinna, en þau þóttu
litlar bætur fyrir skaðann, sem kanínurnar gerðu.
Til þess að fækka kanínunum fluttu menn refi inn í landið.
Árangurinn af því varð sá, að þeim fjölgaði til skaða, og 1914
voru lög sett til að útrýma þeim. Einnig var reynt að ala
þunda til kanínu-veiða, en þeir sluppu út á gresjurnar og gerð-
ust villtir, og fjölgaði ört, til verulegs skaða. í Nýja-Suður-
Wales voru borguð veiði-verðlaun fyrir 75000 villihunda, sem
lagðir voru að velli 1912—14. Á 10 árum eyddi stjórnin í
Ástralíu 14 milliónum króna í baráttuna gegn kanínunum, án
þess að fullnægjandi árangur fengist. Mörg þúsund hektara af
landi hafa bændur orðið að yfirgefa vegna skemmda af völd-
um kanínanna; þúsundir manna hafa orðið gjaldþrota vegna
skemmdanna og nú liggja leiðir manna sumstaðar svo hundr-
uðum km. skiptir yfir lönd, sem áður voru blómleg og frjó-
söm, en eru nú orðin að eyðimörk vegna ágangs kanínanna.
Heitið hefir verið hálfri millión króna í verðlaun fyrir ráð, er
dygðu til að útrýma kanínunum, en það hefir orðið árangurs-
laust.
Á Nýja-Sjálandi (New Zealand) urðu kanínurnar líka til
mikils skaða. Til þess að sigrast á þeim, voru þangað fluttir
hreysikettir og einhver fleiri smávaxin rándýr. En þau urðu stór-
hættuleg ýmsum öðrum dýrategundum, sem fyrir voru í landinu.
Þar í landi voru til mjög sérkennilegir vængjalausir fuglar af
strútfuglakyni, sem Kiwi nefnast. Var þá hvergi annarsstaðar
að finna í veröldinni. Nú liggur við borð, að hreysikettirnir út-
rými þeim með öllu.
Nýlega hafa verið flutt hingað til íslands lítil rándýr, sem
nefna mætti sundmerði (eru þeir ættaðir frá Norður-Ameríku
og kallast minlc (Putorius vison). Skinn þeirra þykja verð-
mæt vara. En þeir eru gráðug og slungin rándýr, og láta fá dýr
í friði, sem þeir ná til og ráða við. Sækja þeir mjög eftir ali-
fuglum og villifuglum og beita mikilli kænsku, og eru auk þess
sunddýr á við otur og veiða bæði laxa og silunga og spilla sum-
staðar veiði í ám og vötnum. Það mun vera svo til ætlazt, að
sundmerðitrnir verði aldir hér í búrum, og treysta sumir því að
þeir muni ekki sleppa. En verði sundmerðir víða aldir hér á
landi, má ganga út frá því sem vísu, að einhverir muni sleppa
og gerast viltir. Það er engin leið, að hafa svo örugt eftirlit með
vörzlum þeirra á mörgum uppeldisstöðum, að ei'gi geti út af borið.