Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFR. 85 — Það er kunnugt, að refir hafa oft sloppið úr girðingum, þar á meðal silfurrefir, og hefir þó gæzla þeirra verið tryggð eftir föngum, og missir þeirra verið ei'gendunum mikill skaði. Þó eru refirnir ekki eins ísmeygileg dýr og ekki eins góðir að klifra og sundmerðirnir. Talið er, að sundmerðirnir gangi næst hreysiköttunum að grimmd, kænsku og áræði, og þeir eru mestu vágestir meðal ali- fugla. Þeir liggja í leynum í holum og fylgsnum, þar sem slíkra veiðifanga er von á bæjum, og verða menn þeirra oft ekki varir fyrr en þeir hafa höggvið talsvert skarð í fuglahjörðina. Þeir á- sækja og allskonar vihifugla og hreiður þeirra, og hafa það fram yfir refi, að þeir geta bæði synt og klifrað þangað sem fuglar verpa. Ef þeir verða hér villtir og breiðast hér út, gæti æðarvarp- inu stafað stórhætta af þeim, því að æðarfuglinn væri eigi lengur öruggur með hreiður sín í umflotnum eyjum og skerjum, sem honum hafa dugað gegn tóunum. Æðarungum mundi og stafa mikil hætta af þeim, í fjörum, þar sem kollurnar leita á land til hvíldar með ungana. Sundmörðurinn gæti og elt ungana á sundi og kafað eftir þeim. í sömu hættu væru og endur, sem halda til með unga sína á tjörnum og vötnum. Einnig er hætt við að unglömbum stafaði hætta af sundmörð- unum, og mundi þá fjármönnum reynast miklu örðugra að verja unglömbin fyrir þeim, en tófunum. Það er kunnugt um hreysi- kettina, náfrændur sundmarðanna, að þeir ráðast oft á miklu stærri dýr, en þeir eru sjálfir, t. d. héra, og hafa þá aðferð, að stökkva upp á hrygg þeirra, halda sér þar föstum, bíta á hálsæð- arnar, og drekka blóð þeirra, unz þau hníga í valinn á flóttanum. — Sumir trúa því, að sundmerðir eigi geti þrifizt hér á víða- vangi, og því muni það hættulaust þó að nokkrir sleppi úr búrum. — En sundmerðirnir eru snjallir í því að laga sig eftir þeim bjargræðisskilyrðum, sem völ er á. Þegar fátt er um veiðidýr á landi, leita þeir í fjörur og nærast á skelfiski, sem í fjörunum finnast, eða kafa eftir slíkri björg. Þeir lifa á rottum og mús- um og leita heim undir bæi, þegar hart er um æti, og sitja þá um alifugla. Eg tel það mjög misráðið, að leyfa að flytja hingað slík dýr, sem þessi af marðarættinni. Væri hyggilegast að banna allan innflutning á sundmörðum, en hafa þann stofn, sem þegar er kominn hingað í strangri gæzlu, þangað til hann verður upp- rættur, og þyrfti það að verða sem fyrst. Menn verða að hafa það í huga, þegar nýjar dýrategundir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.