Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 24
86 NÁTTÚRUFR. eru fluttar hingað til lands, að það er fleira en sýkingarhætta, sem af þeim getur stafað. Þau geta á margan hátt annan orðið að tjóni fyrir gróður og dýralíf í landinu. Þess vegna skyldi ætíð leita álits um slíkt hjá sérfróðum mönnum, sem vel þekkja til þeirra dýrategunda, sem óskað er að flytja hingað til lands. Býst eg við, að stundum þyrfti að leita til sérfræðinga erlendis um upplýsingar, því að vér hér þekkjum sjálfir svo lítið til lífs- hátta slíkra dýra, og því er ekki ætíð að treysta, sem í fræði- bókunum stendur. Og því síður hægt að reiða sig á það til fulls, sem stendur í ýmsum grávöru-ritlingum erlendum, því að þeir eru fyrst og fremst ritaðir til að greiða fyrir grávöru- framleiðslu, en taka stundum minna tillit til annars. Árið 1893 tóku nokkrir hettumáfar að verpa á lyngvöxnu mýrlendissvæði í Skotlandi. Landeigandi friðaði þá, því að hon- um þótti fengur í eggjum þeirra. Hann hafði fasana í búi og voru soðin egg ágæt fæða handa ungum þeirra. Máfavarpið jókst þarna skjótt og 11 árum síðar (1904) urpu þarna 2000 máfahjón. En samtímis gjörbreyttist gróðurinn á þessu svæði. Lyngið smáhvarf og þéttur grasgróður kom í staðinn, sem veitti bændum góðan heyfeng, en það stóð ekki nema fá ár. Grasið gekk úr sér og í staði'nn kom sefgróður (Juncus), og að síðustu hvarf hann og landið þaktist hávöxnum súrum (Rumex). Þessar gróðurbreytingar voru máfunum að kenna. Dritur þeirra frjóvgaði jarðveginn, svo að gras þaut þar upp í stað lyngs. Af umgangi fuglanna tróðst grasgróðurinn niður og rótin varð svo föst, að uppgufan vatns hindraðist úr jarðveginum, svo að þar varð deiglent, og komst þá deiglendisgróðurinn (sefið) til valda. Samtímis breyttist og dýralíf þessa svæðis. Hafði t. d. áður orpið mikið af rjú'pum í lynginu. Þær hurfu burt með öllu. En í þeirra stað fluttist þangað fjöldi urtancLa, er bjuggu þar um sig og urpu. Tók þessi breyting öll aðeins 15 ár. Nú þótti landeiganda illt að hafa misst af rjúpnaveiðinni á þessu landi sínu, og bændunum, sem notið höfðu slægna meðan gras spratt þar, sáu eftir heyfengnum. — Hvorutveggja kenndu máfunum um, og tóku sig saman um að eyða þeim. Það gekk greiðlega, og var fátt eitt eftir af þeim 1917. Þá tók annað að ganga aftur á bak í sömu skorður og áður. Fyrst hurfu urtendurnar, súrurnar visnuðu og dóu þar út, sefgróður og síðan grasgróður komu í staðinn, og að síðustu tók að bóla á lynginu afttur. Og samtímis komu rjúpurnar og bældu

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.