Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 25
NÁTTÚRUFR. 87 sig í lyngskúfunum. Mátti segja, að friðun þessara fáu máfa- hjóna drægi nokkurn dilk á eftir sér. En varast skyldu menn að vera of fljótráðir, og grípa ekki inn í rás viðburðanna í náttúrunni, nema að vel athuguðu ráði; annars getur svo farið, að síðari villan verði verri en hin fyrri. Við Murray-fljótið í Ástralíu héldu til um eitt skeið stór- hópar af skarftegund einni, og höfðu lengi verið þar bólfastir. TJm þær mundir tók að þverra fiskiveiði í fljótinu, og voru menn fljótt sammála um það, að skörfunum væri um að kenna; þeir væru síkafandi í fljótinu, og þá væru þeir að stela fiskinum frá veiðimönnunum. Réðust menn að skörfunum og skutu þá niður í hópum, og að fáum árum liðnum voru þeir nálega horfnir. En fiskiveiðarnar í ánni bötnuðu ekki fyrir það. Þvert á móti minnk- uðu veiðarnar hröðum skrefum, og voru helzt horfur á, að þær myndu að engu verða. Þetta þótti næsta undarlgt, og var þá hafin ýtarleg rannsókn í málinu, og leiddi það til þess, að skarfarnir voru sýknaðir. Það kom sem sé í ljós, að skarfarnir lifðu að mestu á álum, kröbbum og öðrum dýrum, sem átu hrogn og seyði nytja- fiskanna í ánni, og studdu því að fjölgun þeirra. — Þegar þeim var eytt, var fjölgunarvon nytjafiskanna stórum minni en áður. G. G. B. Æðarkóngtir. (Somateria spectabilis (L.)). I júnímánuði síðastliðið sumar dvaldi eg um tíma í Bæ í Hrútafirði, og fór fleirum sinnum fram í varplöndin þar, til þess að athuga hætti æðarfuglsins. 2. júní sá eg á miðri aðal- varpeyjunni æðarkóng. Var það fullorðinn, fallega litur bliki. Eigi fylgdi honum nein ,,æðardrottning“ (kolla). Hafði hann tekið saman við æðarkollu. Hún lá á 4 nýorpnum eggjum, og sat æðarkóngurinn alla jafnan rétt hjá hreiðri hennar, eins og venja er um æðarblika. Hann var spakari en flestir æðarblik- arnir í varpinu; með því að nálgast hann með hægð, gat eg vel komizt svo nærri honum, að eigi voru nema 5—6 m. milli mín og hans. Þegar kollan fór af hreiðrinu, fylgdi æðarkóng- urinn henni hvert sem hún fór. Kæmi styggð að þeim, svo þau bæði flýgju burtu, komu þau bæði saman aftur eftir stutta stund. Aldrei sá eg nokkurn æðarblika nálgast hreiðrið, eða

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.