Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 26
88 nAttCtrupr. skipta sér af þessari æðarkollu. 8. júní kom eg í varpeyjuna. Lá þá æðarkollan enn á 4 eggjum; enn sat líka æðarkóngurinn við hreiður hennar, þótt margir æðarblikar hefðu þá yfirgefið- varplandið. Þessi 4 egg í hreiðri æðarkollunnar voru ekki í neinu frá- brugðin venjulegum æðareggjum. Skömmu síðar varð eg að fara burtu frá Bæ, og gat því miður ekki athugað ungana, sem komið hafa úr eggjunum, né vitað, hvort þeir væru kynblend- ingar. Það er löngu kunnugt, að þessar tvær tegundir, æðar- kóngur og æðarfugl, geta tímgast saman, og hefir allmörgum slíkum kynblendingum verið lýst (Neumann). Nýlega hefir slíkra bastarða og verið getið í Grænlandi. Hamburg, 24. apríl 1932. Finnur Guðmundsson. Síáttnes. Flestir íslendingar kannast við Slúttnes1) að nafninu til, jafn- vel þeir, sem þangað hafa aldrei komið, og vita, að það er talið með fegurri stöðum hér á landi. Þó er nafn þetta lítt skiljanlegt og gefur ranga hugmynd um staðinn, því að Slúttnes er ekki nes, heldur eyja, — ein af 40(?) eyjum Mývatns. Ef til vill hefir eyja þessi í fyrndinni verið nes, sem síðar hafi skilizt frá landi við landsig. Þó er fyrri hluti nafnsins enn verri viðfangs, því að enginn þykist vita með vissu, hvað „Slútt“ eða „Slút“ eigi að þýða. Myndin, eða kortið af Slúttnesi, sem hér er prentað, á að fræða lesarann um lögun Slúttness og legu þess á Mývatni. Jóhannes Sigfinnsson á Grímsstöðum við Mývatn mældi eyjuna og frumteiknaði kortið, og eftir því teiknaði Samúel Eggertsson kort það, sem hér er prentað. Slúttnes er flatlend, lág eyja, með einkennilegum víkum, vogum og smánesjum, og í eyjunni sjálfri eru alldjúpar kringlótt- ar smátjarnir. Undirstaða eyjarinnar er helluhraun úr dökkleitu basalti. Á stöku stað sést fyrir mjóum, gapandi hraunsprungum, en víðast eru þær fylltar mold og gróðri. Jarðvegurinn ofan á J) Þannig er nafnið ritað af sumum, og er það samliljóða framburði þess í Mývatnssveit. Aðrir rita: Slútnes.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.