Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 34
96 NÁTTÚRUFH. Hafnfírðíngar á hreínaveíðtim. Síra Ólafur Ólafsson frá Hjarðarholti segir svo frá: „Það var um haustið,, að mig minnir 1867, þegar eg var drengur hjá foreldrum inínum í Hafnarfirði, að menn þaðan fóru 'í fjárleitir suður í Lönguhlíðar. Sáu menn þá hreindýrahóp í fjöllunum, nálægt Fagradal í Lön-guhlíðum. Eftir leitina tóku nokkrir Hafnfirðingar sig saman og fóru á veiðar eftir dýrun- um. Voru þeir tvo daga í burtu og komu heim aftur með 35 hreindýr, sem þeir höfðu lagt að velli. Þótti þetta mikil veiði. Gekk tregt að selja svo mik- inn feng í Hafnarfirði. Var nokkuð af dýrunum sent til Reykjavíkur og reynt að selja þau þar‘ ‘. G. G. B. Dýrín í Marardalnum. Jón Sigurðsson járnsmiður á Laugaveg 54 fræddi mig sem hér segir: „Ömmusystir mín, Sigríður Jónsdóttir, átti heima á Elliðavatni 1830—1840. Þá bjó þar Guðmundur Jakobsson, Snorrasonar prests á Húsafelli. Hann var slyngur veiðimaður og bezta skytta, og auk þess rammur að afli eins og fleiri frændur hans. Var í almæli, að hann hefði lagt fullorðið -hreindýr á bak sér suður í Bláfjöllum og þrammað með }>að í heilu líki heim að Elliðavatni. Þau árin, sem ömmusystir mín var á Elliðavatni, kom Guðmundur að 11 hreinum í Marardalnum. Það mun hafa verið á jólaföstu. Ko-mst hann í einstigið og króaði þau inni. Hann skaut hvert dýrið af öðru, er hópurinn leitaði útg'öngu um einstigið. En í hvert sinn og- dýr féll fyrir skotinu. hurfu hin frá -einstiginu og hlupu í -hring í dalnum. A meðan gafst Guðm. tóm til að hlaða byssu s'ína, sem var afturhlaðningur. Gekk svo þangað til Guðm. liafi fellt öll dýrin nema eitt; var það stórfiyrndui' tarfur, líklega foringi flokksins. Réðist hann á Guðm., svo að hann kom ekki byssunni við. Urðu þar harðar sviftingar, en svo lyktaði þeim, að Guðm. réði niðurlög- um dýrsins, enda var hann talinn þriggja manna maki“. G. G. B. Fuglalíf á Vatnsnesí. Vepja (Vanellus cristatus, Mey. og Wolf.). Kemur hingað stöku sinn- um haust og vor, en er hér ekki að staðaldri, og verjiir hér Víst hvergi. Hún er hraðfleygur fugl með skrautlega liti og fjaðurtopp aftur úr hnakkanum. Tjaldur (Hæmatopus ostralegus, L.). Kemur oft hér í fjörurnár í marz- mánuði og dvelur hér fram í -ágúst, eða þangað til ungarnir eru orðnir nokk- uð sjálfhjarga. Verpir helzt á grýttum eyrum, rétt ofan við sævarmálið. Stelkur (Totanus calidris, L.). Stelkurinn kemur snemma á vorin, og heldur sig mest í fjörum, þangað til komið er að varptíma. Ur jiví fer hann upp í mýrar, eða upp á fjall, til Jiess að verpa. Stelkurinn er mjög styggur og varkár, síkvakandi, ef komið er nálægt verustað hans. Hann fer snemma á haustin. Keldusvín (Rallus aquaticus, L.). Heyrt hefi eg, að þessi fugl hafi sézt liér á nesinu, en aldrei hefi eg -séð hann. Mun hann vera mjög fágætur, ef hann annars er hér. Eramh. Diomedes Davíðsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.