Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Ólöf E. Leifsdóttir og Leifur A. Símonarson Skeldýraflakk Á ÍSÖLD Útbreiðslusvæði einstakra skeldýra hafa breyst í tímans rás og hefur þetta ekki síst verið áberandi á ísöld. Eitt best þekkta dæmið er jökultodda (Portlandia arctica), sem hélt til suðurs á jökulskeiðum þegar sjávarhiti fór lækkandi. í lok jökulskeiða og byrjun hlýskeiða, þegar sjávarhiti fór aftur hækkandi, lognaðist hún út af á suðlægari slóðum og dró sig norður á bóginn þar sem því varð við komið. Þarinig hefur þessi kaldsjávartegund náð allt að 2000 km suður fyrir núverandi suðurmörk sín á einstaka jökulskeiðum. Þessar breytingar á útbreiðslu jökultoddu hafa endurtekið sig aftur og aftur síðan tegundin kom fyrst fram, fyrir um 2,6 milljón árum. Turnrósi ('Tachyrhynchus erosus), sem telst til sæsnigla, og legskel (Tridonta placenta), en hún tilheyrir samlokum, hafa einnig náð til íslands úr norðurhöfum í lok jökulskeiðs, fyrir um það bil 1,1 milljón ára, og hafa leifar þeirra ásamt jökultoddu fundist í neðsta hluta setlaganna í Búlandshöfða og Stöð á norðanverðu Snæfellsnesi. Þessar þrjár tegundir hafa síðan liðið undir lok hér eða hörfað í norðurátt þegar hlýnaði í lok jökulskeiðsins. Svo virðist sem turnrósi og legskel hafi ekki átt afturkvæmt, en það átti hins vegar jökultodda.1 Fjörudoppa (Littorina littorea) telst til sæsnigla og lifir í mun hlýrri sjó en áðurnefndar teg- undir. Leifar hennar hafa fundist í hlýskeiðslögum á norðanverðu Snæfellsnesi, en þau hvíla á setlög- unum með kaldsjávartegundunum og eru líklega mynduð á hlýskeiðinu sem tók við af jökulskeiðinu þegar kaldsjávartegundimar náðu hingað.2 Turnrósi, legskel og fjörudoppa virðast hvorki fýrr né síðar hafa gert vart við sig í íslenskri jarðsögu, en hins vegar hefur jökultodda komið hingað aftur og aftur og átti hér síðast viðkomu í lok síðasta jökul- skeiðs.1 Rétt er þó að minna á að jarðlagasyrpur frá efri hluta ísaldar em ekki mjög heillegar hér á landi og ekki er unnt að útiloka að þessar tegundir hafi ekki náð hingað á öðmm tímum. Setlög Á NORÐANVERÐU Snæfellsnesi í fjöllum á norðanverðu Snæfells- nesi, frá Kirkjufelli í austri að Skarðslæk í vestri, má rekja nær óslitið allt að 50 m þykk setlög sem sum hver innihalda steingervinga (1. mynd). Setlögin hvíla mislægt á öfugt segulmögnuðu tertíeru blá- grýti sem víða er jökulrákað á yfir- borði. Einna þekktust eru setlögin í Búlandshöfða og Stöð. í neðstu set- lögunum í Búlandshöfða er talsvert af skeldýraleifum, en þessi lög em af jökulrænum toga og að hluta til mynduð í sjó (2. mynd). Af skel- dýmm ber mest á jökultoddu (Port- landia arctica) sem er einkennisteg- und kalds sjávar og finnst hún ekki við strendur landsins í dag. Ofar í setlagabunkanum í Búlandshöfða taka við völuberg og sandsteinn sem inniheldur tegundir úr hlýrri sjó, svo sem fjömdoppu (Littorina littorea), kúskel (Arctica islandica), krækling (Mytilus edulis) og fjörukarl (Balanus balanoides). Þegar síðamefndu teg- undirnar voru komnar á svæðið hefur sjávarhiti verið orðinn svip- aður og nú er við strendur landsins. í Stöð vantar hlýsjávarsetið, en í staðinn em þykk óseyrarlög og þar ofan á fínkorna sandsteinn sem líklega hefur sest til í stöðuvatni og inniheldur hann blaðför og frjókorn af elri, birki, víði og lyngi (2. mynd). Yfir setlögin lögðust síðan nær lárétt hraunlög. í Gmndarfirði eru hraun- lögin öfugt segulmögnuð og um tveggja milljón ára gömul, en þau yngjast til vesturs og svo virðist einnig vera með setlögin. Vestur í Ólafsvík em hraunlögin mun yngri, rétt segulmögnuð, og um 700 þúsund ára gömul.3,4 Líklegt er að neðri hluti setlag- anna í Búlandshöfða og Stöð hafi hlaðist upp í lok sama jökulskeiðs, Náttúrufræðingurinn 73 (3-4), bls. 79-87, 2005 79

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.