Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Kristján Lilliendahl, Sólmundur Tr. Einarsson og Jónbjörn Pálsson 1VÆR SJALDGÆFAR TEGUNDIR SKJALDKRABBA (Decapoda) VIÐ ÍSLAND Skjaldkrabbar (Decapoda) er samheiti yfir þær tegundir krabbadýra (Crustacea) sem eru einna best þekktar meðal almennings. Innan hópsins er til dæmis að finna rækjur, humra og það sem í daglegu tali er nefnt krabbar. Þeim er sameiginlegt að útlimir þeirra eru oftast tíu, eins og vísindaheitið Decapoda (deca = tíu, poda = fætur) gefur til kynna. Útlimirnir eru í fimm pörum og á fremsta parinu eru oftast gripklær sem ekki eru notaðar til gangs. Þær tegundir sem venjulega eru kallaðar krabbar nota yfirleitt þrjú eða fjögur útlimapör til gangs. Höfundum hafa borist tvær slíkar krabbategundir sem eru afar sjaldséðar við ísland. Hér verður gerð grein fyrir þeim, en fundur sjaldgæfra dýrategunda við landið telst ævinlega til nokkurra tíðinda. Önnur tegundin nefnist þyrnikrabbi (Paralomis spectabilis, 1. mynd) og er af undirættbálki Anomura. Hina tegundina nefnum við nornakrabba (Paromola cuvieri, 2. mynd) og er hún af undirættbálki Brachyura. Þyrnikrabbi Heiti og lýsing íslenska nafnið vísar til útlits krabbans en hann er alsettur frekar smágerðum þyrnum eða broddum ofan á skildi og á útlimum. Vísinda- heiti krabbans er Paralomis spectabilis Hansen, 1908.1 Tvö eintök þymikrabbans fengust þarrn 29. maí 1992 í botnvörpu m/b Hrafns Sveinbjarnarsonar GK-255 djúpt vestur af landinu (65°25' N, 28°55' V) við veiðar á grálúðu (Reinhardtius hippoglossoides), á 1190-1370 metra dýP1- Þetta voru karldýr, annað með 6,1 cm langan skjöld (trjónan ekki mæld með) og 6,0 cm breiðan, en hitt var með 5,5 cm langan og 5,4 cm breiðan skjöld. Þriðja eintakið fannst í rannsókna- verkefninu BIOICE, sem beinist að kortlagningu botndýra á íslands- miðum2 (Sýnisnr. 2920). Sá krabbi var kvendýr með 5,1 cm langan og 5,1 cm breiðan skjöld og veiddist 26. ágúst 1996 á 1290 m dýpi, á svipuð- um slóðum og hinir krabbarnir (65°26' N, 29°08' V, 3. mynd). Þyrnikrabbi er dökkbleikur eða ryðrauður og frekar jafnlitur (1. mynd a). Hlutfallsleg stærð skjaldar og útlima þyrnikrabba er áþekk öðrum krabbategundum, en aftasta fótaparið er falið undir skildinum og gengur hann því á sex fótum. Á skildinum ofanverðum eru nokkrir þymar eða gaddar en á milli þeirra em smærri vörtur. Skjöldurinn er þríhyrningslaga því frambrún hans gengur fram í trjónu. Fremst á trjón- unni eru þrír hndar og vísar mið- tindurinn fram og er lítið eitt neðar en hinir tveir tindarnir sem vísa fram og em sveigðir upp á við (1. mynd b). Þyrnikrabbi er eins og margar aðrar tegundir skjaldkrabba með tvær öflugar en misstórar grip- klær. Yfirleitt er hægri gripklóin stærri en sú vinstri og eru í hægri klónni tennur sem minna á jaxla (1. mynd c). Karldýr þyrnikrabbans eru stærri en kvendýrin eins og algeng- ast er hjá öðrum kröbbum. Þau dýr sem hér er fjallað um virðast full- vaxin. Stærsta eintakið sem Hansen1 lýsti var kvendýr með skjaldarlengd Náttúrufræðingurinn 73 (3-4), bls. 89-94, 2005 89

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.